Einn besti leikmaður bandarísku hafnaboltadeildarinnar, Melky Cabrera hjá San Francisco Giants, verður ekki valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar í ár enda féll hann á lyfjaprófi.
Cabrera hafði verið að nota stera og var dæmdur í 50 leikja bann. Hann viðurkennir lyfjamisnotkunina og hefur beðist afsökunar.
Bann hans er mikið áfall fyrir Giants sem er í harðri baráttu við að komast í úrslitakeppnina.
Notaði stera og dæmdur í 50 leikja bann

Mest lesið


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn



Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti




De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn
