Íslenska landsliðið í körfuknattleik vann frækinn útisigur, 75-81, gegn Slóvakíu í dag. Þetta var annar leikur liðsins í A-riðli fyrir undankeppni EM.
Íslenska liðið var án Pavel Ermolinskij, sem meiddist í upphitun, og Loga Gunnarssonar sem var veikur.
Strákarnir spiluðu þó vel í fyrri hálfleik og leiddu í hálfleik, 36-44.
Síðari hálfleikur byrjaði skelfilega en íslenska liðið fékk á sig 20 stig í röð og kom sér í vonda stöðu.
Strákarnir náðu þá í skóflurnar, mokuðu sig upp úr holunni og lönduðu frábærum sigri.
Jón Arnór Stefánsson var í sérflokki í íslenska landsliðinu í dag og skoraði 28 stig. Haukur Helgi Pálsson skoraði 16, Jakob Örn Sigurðarson 15 og Hlynur Bæringsson 13.
Jón Arnór sjóðheitur í frábærum sigri í Slóvakíu

Mest lesið





United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn




Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn
