Goðsögn í bókmenntaheiminum fellur frá Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. ágúst 2012 12:33 Gore Vidal hefur verið lýst sem fremsta ritgerðarsmið Bandaríkjanna á 20. öldinni. Við andlát hans birti opinber vefsíða hans þessa mynd, en til vinstri er hann 19. ára gamall, um það leyti er hann birti sitt fyrsta skáldverk. Síðari myndin var tekin árið 2006. Bandaríski rithöfundurinn og háðfuglinn Gore Vidal lést á heimili sínu í Los Angeles í gær 86 ára gamall, en hann var af mörgum talinn meðal fremstu rithöfunda Bandaríkjanna á 20. öld. Eitt verka hans olli straumhvörfum í menningarheiminum þar sem um var að ræða fyrsta skáldverkið vestanhafs þar sem aðalsöguhetjan var samkynhneigð. Gore Vidal, sem var þungavigtarmaður í bókmenntaheiminum, skrifaði 25 skáldsögur á ferlinum. Þar á meðal söguleg skáldverk eins og "Lincoln" og "Burr" og háðsádeilur eins og "Myra Breckinridge" og "Duluth." Vidal var einnig mjög afkastamikill greinarhöfundur og greinar hans um stjórnmál, kynvitund, trúmál og bókmenntir ollu bæði hrifningu og hneykslan. Honum hefur verið lýst sem fremsta ritgerðarsmið Bandaríkjanna á 20. öldinni en hann hlaut Bandarísku bókmenntaverðlaunin fyrir gríðarmikið ritgerðarsafn um bandarískt samfélag á fjörutíu ára tímabili, 1952-1992. Rithöfundaferill Vidal hófst þegar hann var 19 ára hermaður búsettur í Alaska og lýsti reynslu sinni úr seinni heimsstyrjöldinni í sínu fyrsta skáldverki Williwaw. Þriðja skáldsaga Vidals, Borgin og stöpullinn (The City and the Pillar), olli miklum usla í Bandaríkjunum þegar hún kom út árið 1948. Bókin, sem lýsir ástum og hlutskipti samkynhneigðra karlmanna, en henni hefur verið lýst sem eins konar fyrirrennara Bjargvættsins í grasinu (The Catcher in the Rye) frá sjónarhóli Vidals. Enginn rithöfundur hafði dirfst að fjalla um þetta eldfima viðfangsefni með slíkum hætti fyrir alþjóð á þessum tímapunkti. Vidal var að mati gagnrýnenda einn ef þeim sem gerði sögulegum skáldskap hvað best skil umfram nokkurn annan bandarískan höfund lífs eða liðinn. Saga Bandaríkjanna er ekki mjög löng, en Vidal rakti hana frá upphafi í skáldsögunum "Wahington D.C.", "1876", áðurnefndum Lincoln og Burr og jafnframt "Empire" og "Hollywood." Vidal reyndi tívegis fyrir sér í stjórnmálum án þess að það bæri árangur og var um tíma vinsæll stjórnandi spjallþáttar vestanhafs. Hann var hárbeittur samfélagsrýnir og lét eitt sinn hafa eftir sér að sannur stíll væri að vita nákvæmlega hver maður væri, hvað maður hefði að segja og vera nákvæmlega sama hvað öðrum fyndist. thorbjorn@stod2.is Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
Bandaríski rithöfundurinn og háðfuglinn Gore Vidal lést á heimili sínu í Los Angeles í gær 86 ára gamall, en hann var af mörgum talinn meðal fremstu rithöfunda Bandaríkjanna á 20. öld. Eitt verka hans olli straumhvörfum í menningarheiminum þar sem um var að ræða fyrsta skáldverkið vestanhafs þar sem aðalsöguhetjan var samkynhneigð. Gore Vidal, sem var þungavigtarmaður í bókmenntaheiminum, skrifaði 25 skáldsögur á ferlinum. Þar á meðal söguleg skáldverk eins og "Lincoln" og "Burr" og háðsádeilur eins og "Myra Breckinridge" og "Duluth." Vidal var einnig mjög afkastamikill greinarhöfundur og greinar hans um stjórnmál, kynvitund, trúmál og bókmenntir ollu bæði hrifningu og hneykslan. Honum hefur verið lýst sem fremsta ritgerðarsmið Bandaríkjanna á 20. öldinni en hann hlaut Bandarísku bókmenntaverðlaunin fyrir gríðarmikið ritgerðarsafn um bandarískt samfélag á fjörutíu ára tímabili, 1952-1992. Rithöfundaferill Vidal hófst þegar hann var 19 ára hermaður búsettur í Alaska og lýsti reynslu sinni úr seinni heimsstyrjöldinni í sínu fyrsta skáldverki Williwaw. Þriðja skáldsaga Vidals, Borgin og stöpullinn (The City and the Pillar), olli miklum usla í Bandaríkjunum þegar hún kom út árið 1948. Bókin, sem lýsir ástum og hlutskipti samkynhneigðra karlmanna, en henni hefur verið lýst sem eins konar fyrirrennara Bjargvættsins í grasinu (The Catcher in the Rye) frá sjónarhóli Vidals. Enginn rithöfundur hafði dirfst að fjalla um þetta eldfima viðfangsefni með slíkum hætti fyrir alþjóð á þessum tímapunkti. Vidal var að mati gagnrýnenda einn ef þeim sem gerði sögulegum skáldskap hvað best skil umfram nokkurn annan bandarískan höfund lífs eða liðinn. Saga Bandaríkjanna er ekki mjög löng, en Vidal rakti hana frá upphafi í skáldsögunum "Wahington D.C.", "1876", áðurnefndum Lincoln og Burr og jafnframt "Empire" og "Hollywood." Vidal reyndi tívegis fyrir sér í stjórnmálum án þess að það bæri árangur og var um tíma vinsæll stjórnandi spjallþáttar vestanhafs. Hann var hárbeittur samfélagsrýnir og lét eitt sinn hafa eftir sér að sannur stíll væri að vita nákvæmlega hver maður væri, hvað maður hefði að segja og vera nákvæmlega sama hvað öðrum fyndist. thorbjorn@stod2.is
Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira