Sigursælasti Ólympíufari allra tíma kveður | Ætlar að ferðast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. ágúst 2012 14:30 Phelps með bikarinn frá Alþjóðasundsambandinu í gær. Nordicphotos/AFP Michael Phelps vann í gær til sinna 22. verðlauna á Ólympíuleikum þegar boðsundsveit Bandaríkjanna í 4x100 metra fjórsundi kom fyrst í mark á lokadegi sundkeppni Ólympíuleikanna. Phelps tók sigrinum með stóískri ró, brosti út í annað á meðan liðsfélagar hans fögnuðu öllu meira. Átjánda gullið var komið í hús og um leið var ferill sigursælasta Ólympíufara allra tíma lokið. Phelps var fagnað gríðarlega við verðlaunaafhendinguna í gærkvöldi þegar hann tók við sínum fjórðu gullverðlaunum á leikunum í London og sjöttu samtals. Aðrir keppendur stóðu heiðursvörð auk þess sem formaður Alþjóðasundsambandsins afhenti honum bikar merktur: „Besti Ólympíufari allra tíma." Það virðist lítill tilgangur í því að bera Phelps saman við aðra íþróttamenn. Yfirburðir hans eru það miklir. Aðeins 41 þjóð hefur unnið til fleiri verðlauna á Ólympíuleikum en Bandaríkjamaðurinn. Stórþjóðir á borð við Argentínu, Indland og Mexíkó auk 162 annarra þjóða hafa unnið færri verðlaun en Phelps hefur gert einn síns liðs. Eina gagnrýnin sem Phelps hefur mátt sæta, ef gagnrýni skyldi kalla, er sú að sem sundmaður á Phelps auðveldara með að vinna til fleiri verðlauna en keppendur í öðrum greinum. Það skýrist af því að hann getur keppt í fleiri einstökum greinum en meðalíþróttamaðurinn. Á hinn bóginn tekur Phelps töluverða áhættu ef svo má kalla með því að leggja svo mikið á sig. Oftar en ekki er lítil hvíld á milli keppna í einstökum greinum líkt og í gær þegar Phelps keppti í úrslitum í tveimur greinum með nokkurra klukkustunda millibili. Samkvæmt því ætti að vera erfiðara fyrir hann að nýta alla orku sína í hverja keppni en það virðist þó ekki hafa háð kappanum svakalega á þeim fjórum Ólympíuleikum sem hann hefur keppt á. Ljóst er að sundheimurinn verður ekki samur eftir brotthvarf besta sundkappa allra tíma. Fólk um allan heim gæti þó átt von á því að rekast á kappann sem ætlar að verja næstu árum í ferðalög um heiminn. Phelps, sem ferðast hefur heimshorna á milli við keppni, segist í raun ekki hafa kynnst neinum löndum þar sem öll áhersla og einbeiting hefur farið í keppni. Nú ætli hann að njóta lífsins og kynnast framandi menningu. Sund Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Michael Phelps vann í gær til sinna 22. verðlauna á Ólympíuleikum þegar boðsundsveit Bandaríkjanna í 4x100 metra fjórsundi kom fyrst í mark á lokadegi sundkeppni Ólympíuleikanna. Phelps tók sigrinum með stóískri ró, brosti út í annað á meðan liðsfélagar hans fögnuðu öllu meira. Átjánda gullið var komið í hús og um leið var ferill sigursælasta Ólympíufara allra tíma lokið. Phelps var fagnað gríðarlega við verðlaunaafhendinguna í gærkvöldi þegar hann tók við sínum fjórðu gullverðlaunum á leikunum í London og sjöttu samtals. Aðrir keppendur stóðu heiðursvörð auk þess sem formaður Alþjóðasundsambandsins afhenti honum bikar merktur: „Besti Ólympíufari allra tíma." Það virðist lítill tilgangur í því að bera Phelps saman við aðra íþróttamenn. Yfirburðir hans eru það miklir. Aðeins 41 þjóð hefur unnið til fleiri verðlauna á Ólympíuleikum en Bandaríkjamaðurinn. Stórþjóðir á borð við Argentínu, Indland og Mexíkó auk 162 annarra þjóða hafa unnið færri verðlaun en Phelps hefur gert einn síns liðs. Eina gagnrýnin sem Phelps hefur mátt sæta, ef gagnrýni skyldi kalla, er sú að sem sundmaður á Phelps auðveldara með að vinna til fleiri verðlauna en keppendur í öðrum greinum. Það skýrist af því að hann getur keppt í fleiri einstökum greinum en meðalíþróttamaðurinn. Á hinn bóginn tekur Phelps töluverða áhættu ef svo má kalla með því að leggja svo mikið á sig. Oftar en ekki er lítil hvíld á milli keppna í einstökum greinum líkt og í gær þegar Phelps keppti í úrslitum í tveimur greinum með nokkurra klukkustunda millibili. Samkvæmt því ætti að vera erfiðara fyrir hann að nýta alla orku sína í hverja keppni en það virðist þó ekki hafa háð kappanum svakalega á þeim fjórum Ólympíuleikum sem hann hefur keppt á. Ljóst er að sundheimurinn verður ekki samur eftir brotthvarf besta sundkappa allra tíma. Fólk um allan heim gæti þó átt von á því að rekast á kappann sem ætlar að verja næstu árum í ferðalög um heiminn. Phelps, sem ferðast hefur heimshorna á milli við keppni, segist í raun ekki hafa kynnst neinum löndum þar sem öll áhersla og einbeiting hefur farið í keppni. Nú ætli hann að njóta lífsins og kynnast framandi menningu.
Sund Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira