Birkir Mar Sævarsson skoraði eitt mark í 4-0 sigri Brann á Stabæk í Íslendingaslag norska boltans í dag. Elfar Freyr Helgason lék sinn fyrsta leik í búningi Stabæk en hann var allan tímann í vörn liðsins í leiknum.
Brann náði forystunni í leiknum um miðbik fyrri hálfleiksins með marki frá Nígeríumanninum Bentley.
Birkir Már var svo á ferðinni strax í upphafi síðari hálfleiksins en hann skoraði af stuttu færi.
Bentley bætti svo við sínu öðru marki áður en Erik Huseklepp tryggði sínum mönnum auðveldan 4-0 sigur.
Brann er í sjöunda sæti deildarinnar með 26 stig eftir 18 leiki. Stabæk er hinsvegar í verri málum en liðið er langneðst á botni deildarinnar með 7 stig eftir 18 leiki og útlitið dökkt hjá liðinu.
Birkir Már skoraði í sigri á Elfari Frey og félögum
Stefán Hirst Friðriksson skrifar
