Pistillinn: Til hvers að senda íslenska sundfólkið á Ólympíuleika? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2012 08:00 Mynd/Valli Fremsta sundfólk landsins lauk fyrir helgi þátttöku á Ólympíuleikunum í London. Engin íslenskur keppandi náði í úrslit og aðeins voru sett tvö Íslandsmet á leikunum. Vonbrigði að mati margra. Spurningunni í fyrirsögninni hef ég heyrt varpað fram á ólíkum tímapunktum af mismunandi aðilum sem hafa mikinn áhuga á íþróttum. Báðum þótti árangur sundfólksins það lélegur að ástæða var til að velta því fyrir sér hvort íþróttamennirnir hefðu ekki betur heima setið. Veit ég að fleiri deila þeirri skoðun. Íslenska sundfólkið og aðrir Ólympíufarar unnu sér inn þátttökurétt á leikunum ýmist með því að ná Ólympíulágmarki eða Ólympíuviðmiði. Með því varð langþráður draumur þeirra að veruleika og uppskera þrotlausrar vinnu skilaði sér í hús. Hjá sumum varð draumurinn að veruleika í fyrsta skipti en aðrir urðu þess heiðurs aðnjótandi að endurnýja kynnin við stærsta íþróttaviðburð heimsins. Hvers vegna ætti það einu sinni að koma til greina að senda ekki fremsta íþróttafólk landsins í keppni þeirra bestu þegar það hefur unnið sér rétt til þess? Hvers lags skilaboð væru það til ungra iðkenda sem horfa til Ólympíuleika framtíðarinnar? Ég legg það í efa að Ólympíusambönd annarra þjóða velti þeirri spurningu fyrir sér þótt íþróttamenn þeirra, sem náð hafa lágmörkum, eigi ekki möguleika á verðlaunum. Sé viðmiðið það að enginn tilgangur sé að senda íslenskt afreksfólk, sem ekki sé líklegt til afreka á Ólympíuleika, þarfnast ýmislegt endurskoðunar. Hvers vegna að skrá karlalandsliðið í knattspyrnu til þátttöku í undankeppni Evrópu- og heimsmeistaramóts? Möguleikinn er lítill sem enginn og úrslitin yfirleitt vonbrigði á vonbrigði ofan. Ég verð þó sá síðasti til að stinga upp á því enda vangaveltan jafnfáránleg og fyrirsögn þessa pistils. Ólympíufarar Íslands hafa unnið fyrir þátttökurétti sínum á leikunum og hvort sem þeim tekst vel upp eða ekki er engin ástæða til að velta fyrir sér rétti þeirra á þátttöku. Auðvitað eru það vonbrigði í þeim tilfellum sem rjómi íslensks íþróttafólks stendur ekki undir, oft miklum og stundum óraunhæfum, væntingum. Bæði fyrir íslenskt íþróttaáhugafólk en ennþá frekar fyrir afreksfólkið sjálft sem þráir ekkert heitar en að standa sig vel fyrir land og þjóð. Pistillinn Sund Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Sjá meira
Fremsta sundfólk landsins lauk fyrir helgi þátttöku á Ólympíuleikunum í London. Engin íslenskur keppandi náði í úrslit og aðeins voru sett tvö Íslandsmet á leikunum. Vonbrigði að mati margra. Spurningunni í fyrirsögninni hef ég heyrt varpað fram á ólíkum tímapunktum af mismunandi aðilum sem hafa mikinn áhuga á íþróttum. Báðum þótti árangur sundfólksins það lélegur að ástæða var til að velta því fyrir sér hvort íþróttamennirnir hefðu ekki betur heima setið. Veit ég að fleiri deila þeirri skoðun. Íslenska sundfólkið og aðrir Ólympíufarar unnu sér inn þátttökurétt á leikunum ýmist með því að ná Ólympíulágmarki eða Ólympíuviðmiði. Með því varð langþráður draumur þeirra að veruleika og uppskera þrotlausrar vinnu skilaði sér í hús. Hjá sumum varð draumurinn að veruleika í fyrsta skipti en aðrir urðu þess heiðurs aðnjótandi að endurnýja kynnin við stærsta íþróttaviðburð heimsins. Hvers vegna ætti það einu sinni að koma til greina að senda ekki fremsta íþróttafólk landsins í keppni þeirra bestu þegar það hefur unnið sér rétt til þess? Hvers lags skilaboð væru það til ungra iðkenda sem horfa til Ólympíuleika framtíðarinnar? Ég legg það í efa að Ólympíusambönd annarra þjóða velti þeirri spurningu fyrir sér þótt íþróttamenn þeirra, sem náð hafa lágmörkum, eigi ekki möguleika á verðlaunum. Sé viðmiðið það að enginn tilgangur sé að senda íslenskt afreksfólk, sem ekki sé líklegt til afreka á Ólympíuleika, þarfnast ýmislegt endurskoðunar. Hvers vegna að skrá karlalandsliðið í knattspyrnu til þátttöku í undankeppni Evrópu- og heimsmeistaramóts? Möguleikinn er lítill sem enginn og úrslitin yfirleitt vonbrigði á vonbrigði ofan. Ég verð þó sá síðasti til að stinga upp á því enda vangaveltan jafnfáránleg og fyrirsögn þessa pistils. Ólympíufarar Íslands hafa unnið fyrir þátttökurétti sínum á leikunum og hvort sem þeim tekst vel upp eða ekki er engin ástæða til að velta fyrir sér rétti þeirra á þátttöku. Auðvitað eru það vonbrigði í þeim tilfellum sem rjómi íslensks íþróttafólks stendur ekki undir, oft miklum og stundum óraunhæfum, væntingum. Bæði fyrir íslenskt íþróttaáhugafólk en ennþá frekar fyrir afreksfólkið sjálft sem þráir ekkert heitar en að standa sig vel fyrir land og þjóð.
Pistillinn Sund Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Sjá meira