Íslensku landsliðskonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir voru á skotskónum í 6-0 stórsigri Avaldsnes á Grand Bodö í norsku b-deildinni í kvöld. Hólmfríður skoraði þrennu og Kristín Ýr var með tvö mörk. Þær stöllur hafa raðað inn mörkunum með norska liðinu í sumar.
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði þrennu á fyrstu 33 mínútunum og Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði fjórða markið í uppbótartóma fyrri hálfleiks. Kristín Ýr bætti síðan við öðru marki sínu eftir fimm mínútna leik í seinni hálfeik.
Björk Björnsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir voru einnig í byrjunarliði Avaldsnes í þessum leik.
Avaldsnes er á góðri leið upp í úrvalsdeildina því liðið hefur náð í 30 stig í 11 leikjum og er með fjögurra stiga forskot á Sarpsborg 08 (2. sæti) og sjö stiga forskot á Medkila (3. sæti).

