Þegar framboðsfrestur rann út í gærkvöldi hafði engin boðið sig fram gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur formanni og engin gegn öðrum stjórnarmönnum Heimdallar.
Áslaug Arna er andvíg aðild að Evrópusambandinu og í aðdraganda aðalfundarins hafði verið búist við að einhver á öndverðum meiði myndi bjóða sig fram, en af því varð ekki.