McLaren-menn efstir eftir fyrstu æfingar Birgir Þór Harðarson skrifar 20. júlí 2012 10:10 Jenson Button ók hraðast um Hockenheim-brautina í Þýskalandi. nordicphotos/afp Jenson Button á McLaren var fljótastur um Hockenheim-brautina í Þýskalandi í dag þegar fyrstu æfingar fyrir þýska kappaksturinn fóru fram þar í morgun. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton, var annar nánast hálfri sekúndu á eftir. Varasamt getur reynst að ráða of mikið í tímana því rigningar trufluðu æfingarnar. Tímarnir segja því ekki mikið um keppnisform liðanna að svo stöddu. Fernando Alonso á Ferrari var þriðji fljótastur og heimamaðurinn Michael Schumacher á Mercedes fjórði. Red Bull-mennirnir Sebastian Vettel og Mark Webber óku marga hringi en settu aðeins tólfta og tuttugasta besta tíma æfinganna. Kimi Raikkönen á Lotus var heldur ekkert sérstaklega fljótur og átti fimmtánda besta tíma. Það er þó samspil rigningar og mismunandi keppnisáætlana sem ráða mestu um röðun ökumanna í dag. Niðurstöðurnar eru engu að síður jákvæðar fyrir McLaren sem hafa átt erfitt uppdráttar í undanförnum mótum eftir frábæra byrjun tímabilsins. Niðurstaðan er sérlega ánægjuleg fyrir Button sem hefur ekki náð að aðlaga ökustíl sinn að nýjum kröfum Pirelli-dekkjanna. Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jenson Button á McLaren var fljótastur um Hockenheim-brautina í Þýskalandi í dag þegar fyrstu æfingar fyrir þýska kappaksturinn fóru fram þar í morgun. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton, var annar nánast hálfri sekúndu á eftir. Varasamt getur reynst að ráða of mikið í tímana því rigningar trufluðu æfingarnar. Tímarnir segja því ekki mikið um keppnisform liðanna að svo stöddu. Fernando Alonso á Ferrari var þriðji fljótastur og heimamaðurinn Michael Schumacher á Mercedes fjórði. Red Bull-mennirnir Sebastian Vettel og Mark Webber óku marga hringi en settu aðeins tólfta og tuttugasta besta tíma æfinganna. Kimi Raikkönen á Lotus var heldur ekkert sérstaklega fljótur og átti fimmtánda besta tíma. Það er þó samspil rigningar og mismunandi keppnisáætlana sem ráða mestu um röðun ökumanna í dag. Niðurstöðurnar eru engu að síður jákvæðar fyrir McLaren sem hafa átt erfitt uppdráttar í undanförnum mótum eftir frábæra byrjun tímabilsins. Niðurstaðan er sérlega ánægjuleg fyrir Button sem hefur ekki náð að aðlaga ökustíl sinn að nýjum kröfum Pirelli-dekkjanna.
Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira