Enn rignir í Þýskalandi - Maldonado fljótastur 20. júlí 2012 13:42 Scumacher endaði í dekkjaveggnum og eyðilagði bílinn. nordicphotos/afp Pastor Maldonado á Williams-bíl var fljótastur um Hockenheim brautina í Þýskalandi á seinni æfingum fyrir þýska kappaksturinn sem fram fer á sunnudaginn. Það ringdi enn í Þýskalandi þegar seinni æfingar dagsins hófust í hádeginu og setti strik í reikninginn fyrir keppnisliðin. Gert er ráð fyrir enn meiri rigningu á morgun þegar laugardagsæfingar fara fram og tímataka fyrir kappaksturinn. Liðin hafa ekki getað safnað þeim upplýsingum um brautina sem þau þurfa fyrir kappaksturinn verði brautin þurr á sunnudaginn. Takmarkaðar upplýsingar liðanna veit hins vegar á gott fyrir áhugamenn því kappaksturinn gæti reynst viðburðaríkur og óvæntur. Rigningin kom ekki í veg fyrir að ökumenn óku marga hringi. Brautin var þétt setin alla æfinguna. Undir lok hennar, þegar ökumenn þóttust vissir um hvar takmörkin lægju, fóru menn að aka útaf. Michael Schumacher var einn þeirra en hann fór of utarlega þegar hann kom út úr beygju 12, Mobil 1-beygjunni, með þeim afleiðingum að hann endaði í dekkjaveggnum. Æfingar fyrir þýska kappaksturinn halda áfram klukkan níu í fyrramálið og tímatökurnar eru klukkan 12:00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Pastor Maldonado á Williams-bíl var fljótastur um Hockenheim brautina í Þýskalandi á seinni æfingum fyrir þýska kappaksturinn sem fram fer á sunnudaginn. Það ringdi enn í Þýskalandi þegar seinni æfingar dagsins hófust í hádeginu og setti strik í reikninginn fyrir keppnisliðin. Gert er ráð fyrir enn meiri rigningu á morgun þegar laugardagsæfingar fara fram og tímataka fyrir kappaksturinn. Liðin hafa ekki getað safnað þeim upplýsingum um brautina sem þau þurfa fyrir kappaksturinn verði brautin þurr á sunnudaginn. Takmarkaðar upplýsingar liðanna veit hins vegar á gott fyrir áhugamenn því kappaksturinn gæti reynst viðburðaríkur og óvæntur. Rigningin kom ekki í veg fyrir að ökumenn óku marga hringi. Brautin var þétt setin alla æfinguna. Undir lok hennar, þegar ökumenn þóttust vissir um hvar takmörkin lægju, fóru menn að aka útaf. Michael Schumacher var einn þeirra en hann fór of utarlega þegar hann kom út úr beygju 12, Mobil 1-beygjunni, með þeim afleiðingum að hann endaði í dekkjaveggnum. Æfingar fyrir þýska kappaksturinn halda áfram klukkan níu í fyrramálið og tímatökurnar eru klukkan 12:00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira