Fótbolti

Cassano sektaður um tvær milljónir fyrir ummæli um samkynhneigða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Ítalski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Antonio Cassano, hefur verið sektaður um 15 þúsund evrur, rúmar tvær milljónir króna, af Evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA.

Cassano lét þau orð falla á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar að hann vonaðist til þess að enginn liðsfélaga hans í landsliðinu væri samkynhneigður.

Aðspurður um orðróm þess efnis að tveir ónafngreindir félagar hans í landsliðinu væru í skápnum fræga sagði hann:

„Það er þeirra vandamál. Ég vona að það sé enginn samkynhneigður í landsliðinu."

Cassano baðst síðar afsökunar á ummælum sínum eftir gagnrýni baráttuhópa fyrir réttindum samkynhneigðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×