Fólk lítur björtum augum til framtíðar Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 22. júlí 2012 12:00 Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður ungra jafnaðarmanna, er nú stödd í Noregi. mynd/AFP Norðmenn minnast þess í dag að eitt ár er liðið frá voðaverkunum í Útey og Osló þar sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik drap 77 manns og særði 242. Formaður ungra jafnaðarmanna sem verður viðstödd minningarathöfn í Útey í dag segir fólk líta björtum augum til framtíðarinnar og vilja halda hugsjónum þeirra sem voru drepnir á lofti. Dagurinn hófst með minningarathöfn í miðborg Osló þar sem blómsveigur var lagður á staðinn þar sem bílasprengja sprakk fyrir ári síðan og 8 manns létu lífið.Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs og Haraldur fimmti Noregskonungur voru viðstaddir. Stoltenberg sagði Breivik ekki hafa tekist ætlunarverk sitt að eyðileggja vilja Noregs til að vera fjölþjóðlegt samfélag. Þá var einnig minningarguðþjónusta í dómkirkjunni í Osló í morgun og síðar í dag verða minningarathafnir í Útey og tónleikar í miðborg Osló. Guðrún Jóna Jónsdóttir formaður ungra jafnaðarmanna er nú stödd í Noregi og var hún á leið á minningarathöfn í Útey þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Við erum sem sagt hérna saman, alþjóðafulltrúar allstaðar að, krakkar sem voru í Útey í fyrra og svo formenn norðurlanda ungra jafnaðarmannasamtakanna," segir Guðrún. Hún segir Stoltenberg hafa sett tóninn fyrir daginn í morgun. „Hann sagði: „Við munum aldrei gleyma, aldrei gleyma þeim sem voru drepnir, þeirra hugsjónum og aldrei gleyma því að svona hlutir geta gerst ef við erum ekki alltaf á verði." Stemmningin er svona, það eru allir fullir af von um framtíðina og hugsjónum þeirra sem voru drepnir í þessum voðalega atburði." Hún segir Norðmenn hafa staðið mjög vel að viðburðum dagsins og þau muni fá frjálsan tíma á eyjunni í dag til að íhuga það sem gerðist og minnast hinna látnu.Hvernig líður þér sjálfri að vera að fara þarna út í eyjuna þar sem þessir atburðir áttu sér stað? „Ég er ekkert búin að hlakka til. Ég er búin að kvíða fyrir þessum degi, það er mikið af tilfinningum sem værast um í manni og ofboðslega mikil sorg og skilningsleysi fyrir þessum hugsjónum. Ég samt held að þetta verði gott fyrir mig og alla sem eru að fara og geta sýnt samhuginn sem allir Íslendingar finna fyrir norðmönnum í dag og gerðu svo sannarlega fyrir ári síðan." Hér heima munu ungir jafnaðarmenn standa fyrir stuttri athöfn í minningarlundinum við Norræna húsið í Vatnsmýri til að minnast fórnarlamba voðaverkanna og hefst hún klukkan hálf níu í kvöld. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Norðmenn minnast þess í dag að eitt ár er liðið frá voðaverkunum í Útey og Osló þar sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik drap 77 manns og særði 242. Formaður ungra jafnaðarmanna sem verður viðstödd minningarathöfn í Útey í dag segir fólk líta björtum augum til framtíðarinnar og vilja halda hugsjónum þeirra sem voru drepnir á lofti. Dagurinn hófst með minningarathöfn í miðborg Osló þar sem blómsveigur var lagður á staðinn þar sem bílasprengja sprakk fyrir ári síðan og 8 manns létu lífið.Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs og Haraldur fimmti Noregskonungur voru viðstaddir. Stoltenberg sagði Breivik ekki hafa tekist ætlunarverk sitt að eyðileggja vilja Noregs til að vera fjölþjóðlegt samfélag. Þá var einnig minningarguðþjónusta í dómkirkjunni í Osló í morgun og síðar í dag verða minningarathafnir í Útey og tónleikar í miðborg Osló. Guðrún Jóna Jónsdóttir formaður ungra jafnaðarmanna er nú stödd í Noregi og var hún á leið á minningarathöfn í Útey þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Við erum sem sagt hérna saman, alþjóðafulltrúar allstaðar að, krakkar sem voru í Útey í fyrra og svo formenn norðurlanda ungra jafnaðarmannasamtakanna," segir Guðrún. Hún segir Stoltenberg hafa sett tóninn fyrir daginn í morgun. „Hann sagði: „Við munum aldrei gleyma, aldrei gleyma þeim sem voru drepnir, þeirra hugsjónum og aldrei gleyma því að svona hlutir geta gerst ef við erum ekki alltaf á verði." Stemmningin er svona, það eru allir fullir af von um framtíðina og hugsjónum þeirra sem voru drepnir í þessum voðalega atburði." Hún segir Norðmenn hafa staðið mjög vel að viðburðum dagsins og þau muni fá frjálsan tíma á eyjunni í dag til að íhuga það sem gerðist og minnast hinna látnu.Hvernig líður þér sjálfri að vera að fara þarna út í eyjuna þar sem þessir atburðir áttu sér stað? „Ég er ekkert búin að hlakka til. Ég er búin að kvíða fyrir þessum degi, það er mikið af tilfinningum sem værast um í manni og ofboðslega mikil sorg og skilningsleysi fyrir þessum hugsjónum. Ég samt held að þetta verði gott fyrir mig og alla sem eru að fara og geta sýnt samhuginn sem allir Íslendingar finna fyrir norðmönnum í dag og gerðu svo sannarlega fyrir ári síðan." Hér heima munu ungir jafnaðarmenn standa fyrir stuttri athöfn í minningarlundinum við Norræna húsið í Vatnsmýri til að minnast fórnarlamba voðaverkanna og hefst hún klukkan hálf níu í kvöld.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent