Fernando Alonso vann í Þýskalandi Birgir Þór Harðarson skrifar 22. júlí 2012 13:54 Fernando Alonso vann kappaksturinn með frábærum akstri. nordicphotos/afp Fernando Alonso á Ferrari vann þýska kappaksturinn á Hockenheim. Hann leiddi kappaksturinn frá fyrsta hring og gerði gríðarlega vel þegar Jenson Button setti á hann mikla pressu undir lok kappakstursins. Sebastian Vettel á Red Bull varð annar eftir að hafa tekið fram úr Jenson Button á McLaren þegar einn og hálfur hringur var eftir af mótinu. Vettel hafði misst sætið til Button þegar McLaren skaut Button inn í viðgerðarhlé. Það varð til þess að Alonso og Vettel þurftu að svara hring síðar. Spor Vettels á verðlaunapallinn hafa örugglega verið þung því hann á yfir höfði sér yfirheyrslur hjá dómurum mótsins. Vettel kláraði framúraksturinn á Button útaf brautinni sem er ekki leyfilegt. Hann gæti því fengið refsingu sem jafngildir akstri í gegnum viðgerðarsvæðið. Það mun skella honum beint í fimmta eða sjötta sætið. Kimi Raikkönen leit út fyrir að vera frískur í Lotus-bílnum en árangurinn virðist ætla að láta sér standa. Liðsfélagi Raikkönen, Romain Grosjean, átti í stökustu vandræðum og endaði átjándi. Sauber-liðið náði frábærum árangri í kappakstrinum. Kamui Kobayashi og Sergio Perez sótti fimmta og sjötta sætið. Þeir komu í mark á undan Michael Schumacher á Mercedes sem hlýtur að vera vonsvikinn með úrslitin eftir að hafa ræst þriðji. Mark Webber á Red Bull, Nico Hulkenberg á Force India og Nico Rosberg á Mercedes sóttu síðustu stigin. Lewis Hamilton á McLaren hætti keppni eftir að hafa sprengt dekk í upphafi móts og truflað toppslaginn. Felipe Massa á Ferrari endaði tólfti eftir að hafa misst framvænginn í fyrstu beygju eftir ræsingu. Alonso er nú kominn með 34 stiga forystu í stigakeppni ökumanna. Webber er þar á eftir aðeins tveimur stigum á undan Vettel. Ferrari-liðið er nú, gegn öllum spádómum og væntingum, það lið sem þarf að skáka. Næsti kappakstur er í Ungverjalandi um næstu helgi og í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Fernando Alonso á Ferrari vann þýska kappaksturinn á Hockenheim. Hann leiddi kappaksturinn frá fyrsta hring og gerði gríðarlega vel þegar Jenson Button setti á hann mikla pressu undir lok kappakstursins. Sebastian Vettel á Red Bull varð annar eftir að hafa tekið fram úr Jenson Button á McLaren þegar einn og hálfur hringur var eftir af mótinu. Vettel hafði misst sætið til Button þegar McLaren skaut Button inn í viðgerðarhlé. Það varð til þess að Alonso og Vettel þurftu að svara hring síðar. Spor Vettels á verðlaunapallinn hafa örugglega verið þung því hann á yfir höfði sér yfirheyrslur hjá dómurum mótsins. Vettel kláraði framúraksturinn á Button útaf brautinni sem er ekki leyfilegt. Hann gæti því fengið refsingu sem jafngildir akstri í gegnum viðgerðarsvæðið. Það mun skella honum beint í fimmta eða sjötta sætið. Kimi Raikkönen leit út fyrir að vera frískur í Lotus-bílnum en árangurinn virðist ætla að láta sér standa. Liðsfélagi Raikkönen, Romain Grosjean, átti í stökustu vandræðum og endaði átjándi. Sauber-liðið náði frábærum árangri í kappakstrinum. Kamui Kobayashi og Sergio Perez sótti fimmta og sjötta sætið. Þeir komu í mark á undan Michael Schumacher á Mercedes sem hlýtur að vera vonsvikinn með úrslitin eftir að hafa ræst þriðji. Mark Webber á Red Bull, Nico Hulkenberg á Force India og Nico Rosberg á Mercedes sóttu síðustu stigin. Lewis Hamilton á McLaren hætti keppni eftir að hafa sprengt dekk í upphafi móts og truflað toppslaginn. Felipe Massa á Ferrari endaði tólfti eftir að hafa misst framvænginn í fyrstu beygju eftir ræsingu. Alonso er nú kominn með 34 stiga forystu í stigakeppni ökumanna. Webber er þar á eftir aðeins tveimur stigum á undan Vettel. Ferrari-liðið er nú, gegn öllum spádómum og væntingum, það lið sem þarf að skáka. Næsti kappakstur er í Ungverjalandi um næstu helgi og í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn