Fernando Alonso vann í Þýskalandi Birgir Þór Harðarson skrifar 22. júlí 2012 13:54 Fernando Alonso vann kappaksturinn með frábærum akstri. nordicphotos/afp Fernando Alonso á Ferrari vann þýska kappaksturinn á Hockenheim. Hann leiddi kappaksturinn frá fyrsta hring og gerði gríðarlega vel þegar Jenson Button setti á hann mikla pressu undir lok kappakstursins. Sebastian Vettel á Red Bull varð annar eftir að hafa tekið fram úr Jenson Button á McLaren þegar einn og hálfur hringur var eftir af mótinu. Vettel hafði misst sætið til Button þegar McLaren skaut Button inn í viðgerðarhlé. Það varð til þess að Alonso og Vettel þurftu að svara hring síðar. Spor Vettels á verðlaunapallinn hafa örugglega verið þung því hann á yfir höfði sér yfirheyrslur hjá dómurum mótsins. Vettel kláraði framúraksturinn á Button útaf brautinni sem er ekki leyfilegt. Hann gæti því fengið refsingu sem jafngildir akstri í gegnum viðgerðarsvæðið. Það mun skella honum beint í fimmta eða sjötta sætið. Kimi Raikkönen leit út fyrir að vera frískur í Lotus-bílnum en árangurinn virðist ætla að láta sér standa. Liðsfélagi Raikkönen, Romain Grosjean, átti í stökustu vandræðum og endaði átjándi. Sauber-liðið náði frábærum árangri í kappakstrinum. Kamui Kobayashi og Sergio Perez sótti fimmta og sjötta sætið. Þeir komu í mark á undan Michael Schumacher á Mercedes sem hlýtur að vera vonsvikinn með úrslitin eftir að hafa ræst þriðji. Mark Webber á Red Bull, Nico Hulkenberg á Force India og Nico Rosberg á Mercedes sóttu síðustu stigin. Lewis Hamilton á McLaren hætti keppni eftir að hafa sprengt dekk í upphafi móts og truflað toppslaginn. Felipe Massa á Ferrari endaði tólfti eftir að hafa misst framvænginn í fyrstu beygju eftir ræsingu. Alonso er nú kominn með 34 stiga forystu í stigakeppni ökumanna. Webber er þar á eftir aðeins tveimur stigum á undan Vettel. Ferrari-liðið er nú, gegn öllum spádómum og væntingum, það lið sem þarf að skáka. Næsti kappakstur er í Ungverjalandi um næstu helgi og í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso á Ferrari vann þýska kappaksturinn á Hockenheim. Hann leiddi kappaksturinn frá fyrsta hring og gerði gríðarlega vel þegar Jenson Button setti á hann mikla pressu undir lok kappakstursins. Sebastian Vettel á Red Bull varð annar eftir að hafa tekið fram úr Jenson Button á McLaren þegar einn og hálfur hringur var eftir af mótinu. Vettel hafði misst sætið til Button þegar McLaren skaut Button inn í viðgerðarhlé. Það varð til þess að Alonso og Vettel þurftu að svara hring síðar. Spor Vettels á verðlaunapallinn hafa örugglega verið þung því hann á yfir höfði sér yfirheyrslur hjá dómurum mótsins. Vettel kláraði framúraksturinn á Button útaf brautinni sem er ekki leyfilegt. Hann gæti því fengið refsingu sem jafngildir akstri í gegnum viðgerðarsvæðið. Það mun skella honum beint í fimmta eða sjötta sætið. Kimi Raikkönen leit út fyrir að vera frískur í Lotus-bílnum en árangurinn virðist ætla að láta sér standa. Liðsfélagi Raikkönen, Romain Grosjean, átti í stökustu vandræðum og endaði átjándi. Sauber-liðið náði frábærum árangri í kappakstrinum. Kamui Kobayashi og Sergio Perez sótti fimmta og sjötta sætið. Þeir komu í mark á undan Michael Schumacher á Mercedes sem hlýtur að vera vonsvikinn með úrslitin eftir að hafa ræst þriðji. Mark Webber á Red Bull, Nico Hulkenberg á Force India og Nico Rosberg á Mercedes sóttu síðustu stigin. Lewis Hamilton á McLaren hætti keppni eftir að hafa sprengt dekk í upphafi móts og truflað toppslaginn. Felipe Massa á Ferrari endaði tólfti eftir að hafa misst framvænginn í fyrstu beygju eftir ræsingu. Alonso er nú kominn með 34 stiga forystu í stigakeppni ökumanna. Webber er þar á eftir aðeins tveimur stigum á undan Vettel. Ferrari-liðið er nú, gegn öllum spádómum og væntingum, það lið sem þarf að skáka. Næsti kappakstur er í Ungverjalandi um næstu helgi og í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira