Sebastian Vettel á Red Bull tók ólöglega fram úr Jenson Button á lokametrunum í þýska kappakstrinum í dag. Þetta er niðurstaða dómara mótsins. Jenson Button verður því annar í kappakstrinum.
Vettel fær 20 sekúnda refsingu sem þýðir að hann fellur úr öðru sæti í það fimmta. Kimi Raikkönen á Lotus er því þriðji, Kamui Kobayashi á Sauber er fjórði.
Refsingin er ígildi þess tíma sem það tekur að aka í gegnum viðgerðarhléið. Vegna þess hversu seint í kappakstrinum brotið varð var ekki hægt að refsa honum á meðan kappakstrinum stóð.
Vettel refsað og fær ekki annað sætið
