Raikkönen: Óheppni hefur ekkert með málið að gera Birgir Þór Harðarson skrifar 24. júlí 2012 06:00 Kimi segir sigurskort liðsins ekki merki um óheppni heldur mistök sem megi lagfæra. nordicphotos/afp Eric Boullier, liðstjóri Lotus-liðsins, segir lið sitt þurfa að skáka McLaren til að eiga möguleika á þriðja sætinu í heimsmeistarakeppni bílasmiða í ár. McLaren færðist upp fyrir Lotus á stigatöflunni eftir kappaksturinn í Þýskalandi. Jenson Button náði öðru sæti fyrir McLaren og Kimi Raikkönen þriðja fyrir Lotus í síðasta kappakstri. Liðsfélagar þeirra, Lewis Hamilton og Romain Grosjean, náðu hvorugir stigum í mótinu. Ferrari færðist því nær Red Bull í keppni bílasmiða og frá bæði McLaren og Lotus. „Það er auðvitað svekk að missa þriðja sætið, en baráttan er mjög, mjög hörð og um efstu þrjú sætin. Við erum búinir að búa til smá bil í fimmta sætið," sagði Boullier. „Að því sögðu erum við hungraðir og viljum meira af því góða. Ef við höldum áfram að koma með uppfærslur og þróum bílinn enn frekar þá getum við sótt þriðja sætið aftur og varið það." Kimi Raikkönen sagði eftir kappaksturinn í Þýskalandi að það væri hæpið að halda því fram að liðið hafi verið óheppið að vinna ekki kappakstur í ár. Kimi hefur fjórum sinnum staðið á verðlaunapalli í mótum ársins en aldrei unnið. Grosjean hefur staðið tvisvar á pallinum. „Heppni hefur ekkert með þetta að gera," sagði Kimi. „Það er ekki óheppni ef eitthvað fer úrskeiðis. Það er einfaldlega af því að við gerðum eitthvað rangt. Ef eitthvað bilar þá hafa einhverstaðar verið gerð mistök. Þetta eru bara mannleg mistök og nákvæmlega eins og ökumaður gerir akstursmistök. þannig er kappakstur." Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Eric Boullier, liðstjóri Lotus-liðsins, segir lið sitt þurfa að skáka McLaren til að eiga möguleika á þriðja sætinu í heimsmeistarakeppni bílasmiða í ár. McLaren færðist upp fyrir Lotus á stigatöflunni eftir kappaksturinn í Þýskalandi. Jenson Button náði öðru sæti fyrir McLaren og Kimi Raikkönen þriðja fyrir Lotus í síðasta kappakstri. Liðsfélagar þeirra, Lewis Hamilton og Romain Grosjean, náðu hvorugir stigum í mótinu. Ferrari færðist því nær Red Bull í keppni bílasmiða og frá bæði McLaren og Lotus. „Það er auðvitað svekk að missa þriðja sætið, en baráttan er mjög, mjög hörð og um efstu þrjú sætin. Við erum búinir að búa til smá bil í fimmta sætið," sagði Boullier. „Að því sögðu erum við hungraðir og viljum meira af því góða. Ef við höldum áfram að koma með uppfærslur og þróum bílinn enn frekar þá getum við sótt þriðja sætið aftur og varið það." Kimi Raikkönen sagði eftir kappaksturinn í Þýskalandi að það væri hæpið að halda því fram að liðið hafi verið óheppið að vinna ekki kappakstur í ár. Kimi hefur fjórum sinnum staðið á verðlaunapalli í mótum ársins en aldrei unnið. Grosjean hefur staðið tvisvar á pallinum. „Heppni hefur ekkert með þetta að gera," sagði Kimi. „Það er ekki óheppni ef eitthvað fer úrskeiðis. Það er einfaldlega af því að við gerðum eitthvað rangt. Ef eitthvað bilar þá hafa einhverstaðar verið gerð mistök. Þetta eru bara mannleg mistök og nákvæmlega eins og ökumaður gerir akstursmistök. þannig er kappakstur."
Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira