Kynjaleiðrétting var nauðsyn en ekki val hjá Hrafnhildi Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. júlí 2012 14:26 „Kynleiðrétting er ekki val, hún er nauðsyn," segir Hrafnhildur sem eftir 26 ára þögn tilkynnti fjölskyldu sinni og vinum að hún væri ekki strákur - heldur stelpa. Hún hafði þá lengi reynt að bæla niður tilfinningar sínar og lifa sem strákurinn Halldór Hrafn. Í heimildarmyndinni ,,Hrafnhildur" er fylgst með kynleiðréttingarferli Hrafnhildar. Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís þriðjudaginn 7.ágúst og er liður í dagskrá „Hinsegin Daga". Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, sjónvarpskona sem hefur haft veg og vanda að gerð myndarinnar, er spennt fyrir því að upplifa frumsýninguna. „Þetta er búið að vera svo langur tími. Við byrjuðum að undirbúa hana fyrir fimm árum og byrjuðum svo í upptökum fyrir fjórum árum. Þannig að þetta er búið að hvíla á herðum manns í svolítið langan tíma," segir Ragnhildur Steinunn. Það verði því rosalega gaman að sjá árangurinn. „Ég er búin að læra rosalega mikið. Þrátt fyrir að vera búin að vinna í sjónvarpi í fjölmörg ár, þá er þetta örugglega eitt það lærdómsríkasta," segir Ragnhildur Steinunn. „Það helsta sem ég hef lært er það að búa til heimildarmynd er tómt vesen. Það er bara þannig," bætir hún við og hlær. Ragnhildur Steinunn segir vel við hæfi að sýna myndina núna. „Það er núna mánuður frá því að transfólk fékk réttindi sín staðfest," segir hún og vísar þar í þingmál sem Alþingi samþykkti rétt fyrir sumarhlé. Hún bendir á að transfólk hafi að undanförnu háð mikla baráttu sem samkynhneigðir hafi þegar lagt að baki. „Og það er svolítið gaman að ég held að transfólk verði meira áberandi núna á Hinsegin dögum," segir Ragnhildur Steinunn og bendir á að myndin verður sýnd í tengslum við Hinsegin daga. Transfólk sé að verða aðeins meira áberandi. „Og þá vonandi hjálpar það fólki að skilja stöðu þeirra aðeins betur," segir Ragnhildur Steinunn. Smelltu annað hvort hér eða á hnappinn „Horfa á myndskeið með frétt" til að sjá stiklu úr myndinni. Hinsegin Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira
„Kynleiðrétting er ekki val, hún er nauðsyn," segir Hrafnhildur sem eftir 26 ára þögn tilkynnti fjölskyldu sinni og vinum að hún væri ekki strákur - heldur stelpa. Hún hafði þá lengi reynt að bæla niður tilfinningar sínar og lifa sem strákurinn Halldór Hrafn. Í heimildarmyndinni ,,Hrafnhildur" er fylgst með kynleiðréttingarferli Hrafnhildar. Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís þriðjudaginn 7.ágúst og er liður í dagskrá „Hinsegin Daga". Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, sjónvarpskona sem hefur haft veg og vanda að gerð myndarinnar, er spennt fyrir því að upplifa frumsýninguna. „Þetta er búið að vera svo langur tími. Við byrjuðum að undirbúa hana fyrir fimm árum og byrjuðum svo í upptökum fyrir fjórum árum. Þannig að þetta er búið að hvíla á herðum manns í svolítið langan tíma," segir Ragnhildur Steinunn. Það verði því rosalega gaman að sjá árangurinn. „Ég er búin að læra rosalega mikið. Þrátt fyrir að vera búin að vinna í sjónvarpi í fjölmörg ár, þá er þetta örugglega eitt það lærdómsríkasta," segir Ragnhildur Steinunn. „Það helsta sem ég hef lært er það að búa til heimildarmynd er tómt vesen. Það er bara þannig," bætir hún við og hlær. Ragnhildur Steinunn segir vel við hæfi að sýna myndina núna. „Það er núna mánuður frá því að transfólk fékk réttindi sín staðfest," segir hún og vísar þar í þingmál sem Alþingi samþykkti rétt fyrir sumarhlé. Hún bendir á að transfólk hafi að undanförnu háð mikla baráttu sem samkynhneigðir hafi þegar lagt að baki. „Og það er svolítið gaman að ég held að transfólk verði meira áberandi núna á Hinsegin dögum," segir Ragnhildur Steinunn og bendir á að myndin verður sýnd í tengslum við Hinsegin daga. Transfólk sé að verða aðeins meira áberandi. „Og þá vonandi hjálpar það fólki að skilja stöðu þeirra aðeins betur," segir Ragnhildur Steinunn. Smelltu annað hvort hér eða á hnappinn „Horfa á myndskeið með frétt" til að sjá stiklu úr myndinni.
Hinsegin Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira