Sjómenn orðnir tekjuhærri stétt en forstjórar 26. júlí 2012 06:19 Sjómenn eru orðnir tekjuhæsta stétt landsins og slá þeir forstjórum við hvað launin varðar eins og sjá má í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kemur út í dag. Í blaðinu eru birtar tekjur yfir 3 þúsund þekktra Íslendinga og tekjur stjórnenda allra helstu fyrirtækja landsins. Jón G. Hauksson ritstjóri blaðsins segir að blaðið var unnið á methraða og lauk prentun í nótt aðeins 20 klukkustundum eftir að álagningarskrár voru lagðar fram í gærmorgun. Sjómenn eru tekjuhæsta stéttin í blaðinu og toppa þeir forstjóra, starfsmenn fjármálafyrirtækja, næstráðendur og lækna í launum. Tekjur 200 efstu sjómanna á listanum námu 2,4 milljónum króna á mánuði á meðan 200 efstu forstjórarnir voru með meðaltekjur upp á 2,2 milljónir kr. á mánuði og höfðu forstjórarnir þó hækkað um 200 þúsund kr. á mánuði frá því síðast. Næstráðendur og millistjórnendur hafa hækkað verulega í tekjum eða um 300 þúsund krónur á mánuði. Nema tekjur 200 efstu næstráðenda núna um 2 milljónum kr. á mánuði og hafa þeir saxað verulega á forstjórana. Tekjur Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra námu 1.241 þúsund kr. á mánuði í fyrra og hafa þau hækkað um 165 þúsund kr. á mánuði á tveimur árum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var með 1.613 þúsund kr. á mánuði og hafði hækkað um 51 þúsund kr. á mánuði. Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er tekjuhæstur fjölmiðlamanna með rúmar 2 milljónir kr. á mánuði. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er tekjuhæstur forstjóra með 10,2 milljónir kr. á mánuði. Finnur Árnason, forstjóri Haga er með 6,2 milljónir kr. á mánuði og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, er með tæplega 5,9 milljónir kr. á mánuði. Jakob Már Ásmundsson, framkvæmdastjóri hjá Straumi banka, er líkt og í fyrra efstur á meðal starfsmanna fjármálafyrirtækja. Núna með um 7,7 milljónir króna á mánuði samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Þetta er tuttugasta og fjórða árið í röð sem Frjáls verslun fjallar um tekjur einstaklinga út frá framlögðum álagningarskrám. Skattar Tekjur Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Sjómenn eru orðnir tekjuhæsta stétt landsins og slá þeir forstjórum við hvað launin varðar eins og sjá má í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kemur út í dag. Í blaðinu eru birtar tekjur yfir 3 þúsund þekktra Íslendinga og tekjur stjórnenda allra helstu fyrirtækja landsins. Jón G. Hauksson ritstjóri blaðsins segir að blaðið var unnið á methraða og lauk prentun í nótt aðeins 20 klukkustundum eftir að álagningarskrár voru lagðar fram í gærmorgun. Sjómenn eru tekjuhæsta stéttin í blaðinu og toppa þeir forstjóra, starfsmenn fjármálafyrirtækja, næstráðendur og lækna í launum. Tekjur 200 efstu sjómanna á listanum námu 2,4 milljónum króna á mánuði á meðan 200 efstu forstjórarnir voru með meðaltekjur upp á 2,2 milljónir kr. á mánuði og höfðu forstjórarnir þó hækkað um 200 þúsund kr. á mánuði frá því síðast. Næstráðendur og millistjórnendur hafa hækkað verulega í tekjum eða um 300 þúsund krónur á mánuði. Nema tekjur 200 efstu næstráðenda núna um 2 milljónum kr. á mánuði og hafa þeir saxað verulega á forstjórana. Tekjur Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra námu 1.241 þúsund kr. á mánuði í fyrra og hafa þau hækkað um 165 þúsund kr. á mánuði á tveimur árum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var með 1.613 þúsund kr. á mánuði og hafði hækkað um 51 þúsund kr. á mánuði. Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er tekjuhæstur fjölmiðlamanna með rúmar 2 milljónir kr. á mánuði. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er tekjuhæstur forstjóra með 10,2 milljónir kr. á mánuði. Finnur Árnason, forstjóri Haga er með 6,2 milljónir kr. á mánuði og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, er með tæplega 5,9 milljónir kr. á mánuði. Jakob Már Ásmundsson, framkvæmdastjóri hjá Straumi banka, er líkt og í fyrra efstur á meðal starfsmanna fjármálafyrirtækja. Núna með um 7,7 milljónir króna á mánuði samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Þetta er tuttugasta og fjórða árið í röð sem Frjáls verslun fjallar um tekjur einstaklinga út frá framlögðum álagningarskrám.
Skattar Tekjur Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira