Royal Dutch Shell stærsta olíufélag Evrópu skilaði 5,7 milljarða dollara, eða rúmlega 700 milljarða kr. hagnaði á öðrum ársfjórðungi ársins.
Þetta er 13% minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra og töluvert undir væntingum sérfræðinga sem gerðu ráð fyrir 6,3 milljarða dollara hagnaði.
Það sem skýrir einkum minni hagnað hjá Shell að sögn Bloomberg fréttaveitunnar eru miklar verðlækkanir á olíuverðinu á ársfjórðungnum sem og aukinn viðhaldskostnaður við olíuborpalla félagsins.
