Heildartekjur samskiptamiðla á síðasta ári námu 11.8 milljörðum dollara eða um 1.468 milljörðum króna. Samanlagðar tekjur þessara félaga aukast því um 43 prósent milli ára samkvæmt Gartner.
Flóra samskiptamiðla er afar fjölbreytt og þúsundir slíkra vefsíðna má finna á veraldarvefnum. Samt sem áður eru nokkrar síður sem tróna yfir öðrum. Notendafjöldi miðla eins og Facebook, Twitter og Spotify hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár — nú er talið að rúmlega milljarður manna notist við samskiptamiðla á degi hverjum. Í þessum efnum er Fésbókin fremst meðal jafningja en rúmlega 900 milljón manns nota síðuna að staðaldri.
En þrátt fyrir þessar vinsældir hafa samskiptamiðlar átt í miklum erfiðleikum með að virkja tekjulindir sínar. Eins og áður segir eru auglýsingar uppistaðan í tekjuöflun þessara fyrirtækja, það skýtur því skökku við þegar litið er á viðskiptaáætlanir miðla eins og Facebook og Twitter sem hafa hingað til ekki auglýst í smáforritum sínum. Þannig birtast auglýsingar aðeins þegar tengst er síðunum í gegnum tölvu.

„Tekjumöguleikarnir eru fjölbreyttir en við munum þó ekki sjá þessa möguleika nýtta fyrr en í fyrsta lagi árið 2016," segir Gupta. „Vinsældir samskiptamiðla hafa fyrst og fremst áhrif á auglýsendur. Krafan á þessa miðla er sú að sérsníða þjónustu sína að auglýsingageiranum, sama hvort að sú þjónusta tekur til vörusölu eða rannsókna á atferli og viðskiptaháttum neytenda."