Óvissa um hagnað Facebook eftir slæmt gengi Zynga 26. júlí 2012 13:56 Tölvuleikurinn Farmville. mynd/Zynga/Facebook Uppgjör bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga fyrir síðasta ársfjórðung var neikvætt. Margir óttast að slæmt gengi fyrirtækisins gefi til kynna að uppgjör samskiptamiðilsins Facebook verði einnig neikvætt en rekstur fyrirtækjanna er nátengdur. Zynga framleiðir sjö af tíu vinsælustu tölvuleikum sem notendur Facebook geta spilað. Þar á meðal er smáforritið Draw Something og Farmville. Notendur þurfa ekki að greiða fyrir að spila tölvuleikina. Tekjur Zynga myndast þegar notendur kaupa sýndarvörur sem seldar eru í leikjunum. Þessar vörur eru næst stærsta tekjulind Facebook á eftir auglýsingasölu. Í uppgjöri Zynga kemur fram að notendum og spilurum hafi fækkað þó nokkuð á síðustu mánuðum. Þá hefur sala á sýndarvörum dregist saman um tíu prósent. Tólf prósent samanlagðra tekna Facebook eru tengdar Zynga. Ársfjórðungsuppgjör Facebook verður birt eftir lokun Kauphallarinnar í New York í dag. Er þetta fyrsta uppgjör fyrirtækisins frá því að það var skráð á hlutabréfamarkað, 18 maí síðastliðinn. Síðan þá hafa hlutabréf fyrirtækisins verið í frjálsu falli. Þannig er uppgjör Zynga talið varpa ljósi á slæman ársfjórðung Facebook. Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Uppgjör bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga fyrir síðasta ársfjórðung var neikvætt. Margir óttast að slæmt gengi fyrirtækisins gefi til kynna að uppgjör samskiptamiðilsins Facebook verði einnig neikvætt en rekstur fyrirtækjanna er nátengdur. Zynga framleiðir sjö af tíu vinsælustu tölvuleikum sem notendur Facebook geta spilað. Þar á meðal er smáforritið Draw Something og Farmville. Notendur þurfa ekki að greiða fyrir að spila tölvuleikina. Tekjur Zynga myndast þegar notendur kaupa sýndarvörur sem seldar eru í leikjunum. Þessar vörur eru næst stærsta tekjulind Facebook á eftir auglýsingasölu. Í uppgjöri Zynga kemur fram að notendum og spilurum hafi fækkað þó nokkuð á síðustu mánuðum. Þá hefur sala á sýndarvörum dregist saman um tíu prósent. Tólf prósent samanlagðra tekna Facebook eru tengdar Zynga. Ársfjórðungsuppgjör Facebook verður birt eftir lokun Kauphallarinnar í New York í dag. Er þetta fyrsta uppgjör fyrirtækisins frá því að það var skráð á hlutabréfamarkað, 18 maí síðastliðinn. Síðan þá hafa hlutabréf fyrirtækisins verið í frjálsu falli. Þannig er uppgjör Zynga talið varpa ljósi á slæman ársfjórðung Facebook.
Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent