Rúnar Arnórsson úr Keili og Haraldur Franklín Magnús úr GR eru enn jafnir á toppnum þegar þeir hafa leikið níu holur á lokadegi Íslandsmótsins í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Báðir hafa þeir leikið á einu höggi undir pari í dag og þar með sex höggum samanlagt. Það er hægt að fylgjast með lokadeginum í beinni útsendingu á Stöð2 Sport sem og hér inn á Vísi.
Rúnar Arnórsson fékk skolla á annarri holu en svaraði því með tveimur fuglum á næstu þremur holum og hefur síðan parað síðustu fimm holur.
Haraldur Franklín hefur ekki tapað höggi í dag. Hann fékk fulg á þriðju holu og hefur síðan spilað hinar átta holurnar í pari.
Þórður Rafn Gissurarson er áfram í þriðja sætinu þremur höggum á eftir efstu mönnum.
Það er hægt að sjá uppfærða stöðu með því að smella hér.
Rúnar og Haraldur áfram hlið við hlið á toppnum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn
Íslenski boltinn




Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær
Íslenski boltinn


