Blóðugur niðurskurður á Spáni BBI skrifar 11. júlí 2012 16:00 Blóðug kona umkringd óeirðarlögreglumönnum eftir átök í Madrid í dag. Mynd/AFP Ríkisstjórn Spánar kynnti í dag víðfermar niðurskurðaráætlanir og skattahækkanir. Óeirðir og mótmæli urðu á götum landsins og í Madrid kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu. Aðhaldsaðgerðirnar eru í tengslum við neyðarlán sem Spánn fékk frá Evrópusambandinu til að standa undir fjármögnun bankakerfisins. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur fagnað aðgerðunum sem boðaðar voru í dag. Forsætisráðherran Mariano Rajoy sagði þingheimi að aðhaldsaðgerðir hans yrðu að koma til framkvæmda strax. Meðal aðgerðanna mun virðisaukaskattur hækka úr 18% í 21%. Jólabónus ríkisstarfsmanna verður afnuminn. Styrkir til stjórnmálaflokka minnka um 20% á næsta ári. Atvinnuleysisbætur lækka. Uppi eru áform um nýja óbeina skatta á orku. Ýmis samgöngumannvirki verða einkavædd. Virðisaukaskattahækkunin er ekki í samræmi við kosningaloforð Rajoy. Það er ekki lengra en 6 mánuðir síðan Rajoy fullyrti að ekki stæði til að hækka virðisaukaskattinn. Breyttar aðstæður hafa valdið þessari stefnubreytingu hans að eigin sögn. Lífeyrisþegar munu aftur á móti halda óbreyttum kjörum í bili og þar með tekst Rajoy að standa við eitt af kosningaloforðum sínum. Í Madrid kom til átaka þegar námuverkmenn mótmæltu. Lögregla skaut gúmmíboltum að verkamönnunum sem nutu stuðnings fjölda fólks. Einhverjir slösuðust og nokkrir voru handteknir. Leiðtogar iðnaðar í landinu vara við því að aðgerðir stjórnarinnar muni fæla ferðamenn frá landinu sem muni kosta þúsundir manna atvinnuna. Spánn er fjórða stærsta hagkerfi evrusvæðisins. Aðstæður í landinu eru vissulega átakanlegar. Atvinumál eru í miklum ólestri. Einn af hverjum fjórum er atvinnulaus og aðeins annað hvert ungmenni hefur vinnu. Ástandið í atvinnumálum er því svartara en í Grikklandi. Húsnæðisverð hefur fallið um 25% frá árinu 2008 og bankakerfi landsins er á brauðfótum.Umfjöllun BBC. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Ríkisstjórn Spánar kynnti í dag víðfermar niðurskurðaráætlanir og skattahækkanir. Óeirðir og mótmæli urðu á götum landsins og í Madrid kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu. Aðhaldsaðgerðirnar eru í tengslum við neyðarlán sem Spánn fékk frá Evrópusambandinu til að standa undir fjármögnun bankakerfisins. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur fagnað aðgerðunum sem boðaðar voru í dag. Forsætisráðherran Mariano Rajoy sagði þingheimi að aðhaldsaðgerðir hans yrðu að koma til framkvæmda strax. Meðal aðgerðanna mun virðisaukaskattur hækka úr 18% í 21%. Jólabónus ríkisstarfsmanna verður afnuminn. Styrkir til stjórnmálaflokka minnka um 20% á næsta ári. Atvinnuleysisbætur lækka. Uppi eru áform um nýja óbeina skatta á orku. Ýmis samgöngumannvirki verða einkavædd. Virðisaukaskattahækkunin er ekki í samræmi við kosningaloforð Rajoy. Það er ekki lengra en 6 mánuðir síðan Rajoy fullyrti að ekki stæði til að hækka virðisaukaskattinn. Breyttar aðstæður hafa valdið þessari stefnubreytingu hans að eigin sögn. Lífeyrisþegar munu aftur á móti halda óbreyttum kjörum í bili og þar með tekst Rajoy að standa við eitt af kosningaloforðum sínum. Í Madrid kom til átaka þegar námuverkmenn mótmæltu. Lögregla skaut gúmmíboltum að verkamönnunum sem nutu stuðnings fjölda fólks. Einhverjir slösuðust og nokkrir voru handteknir. Leiðtogar iðnaðar í landinu vara við því að aðgerðir stjórnarinnar muni fæla ferðamenn frá landinu sem muni kosta þúsundir manna atvinnuna. Spánn er fjórða stærsta hagkerfi evrusvæðisins. Aðstæður í landinu eru vissulega átakanlegar. Atvinumál eru í miklum ólestri. Einn af hverjum fjórum er atvinnulaus og aðeins annað hvert ungmenni hefur vinnu. Ástandið í atvinnumálum er því svartara en í Grikklandi. Húsnæðisverð hefur fallið um 25% frá árinu 2008 og bankakerfi landsins er á brauðfótum.Umfjöllun BBC.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira