Ólympíuleikvanginum hugsanlega breytt í F1 braut Birgir Þór Harðarson skrifar 17. júlí 2012 17:00 Ekki hefur enn verið ákveðið hvernig ólympíuleikvangurinn í London verður nýttur í kjölfar leikanna í ágúst. nordicphotos/afp Umsókn um að fá að breyta ólympíuleikvanginum í London í Formúlu 1-braut hefur verið samþykkt af yfirvöldum þar. Þeir munu nú kanna þann möguleika áður en ákvörðun verður tekin um framtíð ólympíusvæðisins í kjölfar Ólympíuleikana í ágúst. Nokkrar vikur eru liðnar síðan hugmyndir um kappakstursbraut um ólympíuhverfið komu fyrst í ljós. London Legacy Development Corporation (LLDC) staðfesti að F1 kappakstur um svæðið væri ein af fjórum tillögum sem væru til umræðu. Í yfirlýsingu frá LLDC eru tillögurnar taldar saman. Knattspyrnuliðið West Ham United hefur sótt um að fá að nýta leikvanginn sem heimavöll sinn í ensku deildinni, Intelligent Transport Services ásamt Formúlu 1 leggja til að svæðinu verði breytt í Formúlu 1-braut, UCFB vill nýta svæðið til náms og reka þar háskóla og knattspyrnuliðið Leyton Orient vill nýta völlinn sem heimavöll. Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, segist hafa heyrt af hugmyndinni í síðasta mánuði frá Intelligent Transport Services og litist vel á. "Þetta fyrirtæki leggur til hugmyndir um not á leikvanginum en vill ekki eiga hann," sagði Ecclestone. "Þeir lögðu upp áætlun um hvernig Formúla 1 gæti keppt umhverfist leikvanginn og innan hans og mér leist vel á." Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Umsókn um að fá að breyta ólympíuleikvanginum í London í Formúlu 1-braut hefur verið samþykkt af yfirvöldum þar. Þeir munu nú kanna þann möguleika áður en ákvörðun verður tekin um framtíð ólympíusvæðisins í kjölfar Ólympíuleikana í ágúst. Nokkrar vikur eru liðnar síðan hugmyndir um kappakstursbraut um ólympíuhverfið komu fyrst í ljós. London Legacy Development Corporation (LLDC) staðfesti að F1 kappakstur um svæðið væri ein af fjórum tillögum sem væru til umræðu. Í yfirlýsingu frá LLDC eru tillögurnar taldar saman. Knattspyrnuliðið West Ham United hefur sótt um að fá að nýta leikvanginn sem heimavöll sinn í ensku deildinni, Intelligent Transport Services ásamt Formúlu 1 leggja til að svæðinu verði breytt í Formúlu 1-braut, UCFB vill nýta svæðið til náms og reka þar háskóla og knattspyrnuliðið Leyton Orient vill nýta völlinn sem heimavöll. Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, segist hafa heyrt af hugmyndinni í síðasta mánuði frá Intelligent Transport Services og litist vel á. "Þetta fyrirtæki leggur til hugmyndir um not á leikvanginum en vill ekki eiga hann," sagði Ecclestone. "Þeir lögðu upp áætlun um hvernig Formúla 1 gæti keppt umhverfist leikvanginn og innan hans og mér leist vel á."
Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira