KR-ingar steinlágu 7-0 gegn HJK frá Helsinki í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu ytra í dag. Um er að ræða versta tap KR í Evrópukeppni í 43 ár og þann þriðja versta í sögunni.
Ólafur Brynjar Halldórsson hefur tekið saman verstu töp Íslands- og bikarmeistaranna í Evrópukeppni í sögunni. Tvívegis hefur KR-liðið tapað með tíu marka mun.
Verstu töp karlaliðs KR í Evrópukeppni:
2-12 gegn Feijenoord árið 1969
0-10 gegn Aberdeen árið 1967
0-7 gegn HJK árið 2012
1-6 gegn Liverpool árið 1964
1-6 gegn Torino árið 1991
0-5 gegn Liverpool árið 1964
2-5 gegn Nantes árið 1966
Nánari umfjöllun í tengslum við Evrópuleik KR má sjá á heimasíðu félagsins, www.kr.is.
