Íslensku liðunum ekki gengið vel gegn AIK Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2012 20:45 FH mætir sænska félaginu AIK í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á Råsunda leikvanginum í Solna annað kvöld. Þrívegis áður hafa íslensk lið reynt sig gegn sænska liðinu í Evrópukeppni án árangurs. Bikarmeistarar KR mættur AIK í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa árið 1996. AIK vann fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli 1-0 með marki Krister Nordin í síðari hálfleik. Síðari leiknum ytra lauk með 1-1 jafntefli. Pascal Simpson, ein skærasta stjarna liðsins á þeim tíma, kom AIK yfir á 79. mínútu. Varamaðurinn Guðmundur Benediktsson jafnaði hins vegar fyrir KR á 87. mínútu með fallegu marki. Guðmundur vann þá boltann af varnarmanni AIK og vippaði snyrtilega yfir Magnus Hedman, markvörð sænska liðsins. AIK fór áfram samanlagt 2-1 en svipmyndir úr síðari leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Litlir möguleikar ÍBV árið 2002ÍBV mætti AIK í forkeppni UEFA bikarsins árið 2002. AIK vann fyrri leikinn í Svíþjóð 2-0 þar sem Krister Nordin var á skotskónum líkt og hann var sex árum fyrr gegn KR. Gunnar Heiðar Þorvaldsson gaf Eyjamönnum von þegar hann skoraði eftir aðeins 3. mínútur í síðari leiknum á Hásteinsvelli. Því miður jöfnuðu Svíarnir skömmu síðar og unnu 3-1 sigur og fóru áfram samanlagt 5-1. Fylkismenn klaufar árið 2003Fylkismenn töpuðu fyrri leiknum gegn AIK ytra 1-0 en sigurmarkið kom skömmu fyrir leikslok. Úrslitin engu að síður ágæt fyrir síðari viðureignina á Laugardalsvelli tveimur vikum síðar. Fylkismenn léku manni fleiri í 70 mínútur eftir að leikmanni AIK var vikið af velli fyrir að sparka til Ólafs Inga Skúlasonar. Þrátt fyrir liðsmuninn tókst Árbæingum aldrei almennilega að opna vörn sænska liðsins sem vann sanngjarnan sigur. Helgi Valur Daníelsson, sem í dag leikur með AIK, var frá vegna meiðsla í fyrri leiknum og spilaði allan leikinn á Laugardalsvelli með Fylki. Við þetta má bæta að auk Helga Vals lék Hörður Hilmarsson með AIK á árunum 1980-1981. Leikur AIK og FH á morgun á Råsunda leikvanginum, sem tekur um 37 þúsund áhorfendur, hefst klukkan 17 að íslenskum tíma. Fylgst verður með gangi mála hér á Vísi. Evrópudeild UEFA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Getur varla gengið lengur Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
FH mætir sænska félaginu AIK í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á Råsunda leikvanginum í Solna annað kvöld. Þrívegis áður hafa íslensk lið reynt sig gegn sænska liðinu í Evrópukeppni án árangurs. Bikarmeistarar KR mættur AIK í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa árið 1996. AIK vann fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli 1-0 með marki Krister Nordin í síðari hálfleik. Síðari leiknum ytra lauk með 1-1 jafntefli. Pascal Simpson, ein skærasta stjarna liðsins á þeim tíma, kom AIK yfir á 79. mínútu. Varamaðurinn Guðmundur Benediktsson jafnaði hins vegar fyrir KR á 87. mínútu með fallegu marki. Guðmundur vann þá boltann af varnarmanni AIK og vippaði snyrtilega yfir Magnus Hedman, markvörð sænska liðsins. AIK fór áfram samanlagt 2-1 en svipmyndir úr síðari leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Litlir möguleikar ÍBV árið 2002ÍBV mætti AIK í forkeppni UEFA bikarsins árið 2002. AIK vann fyrri leikinn í Svíþjóð 2-0 þar sem Krister Nordin var á skotskónum líkt og hann var sex árum fyrr gegn KR. Gunnar Heiðar Þorvaldsson gaf Eyjamönnum von þegar hann skoraði eftir aðeins 3. mínútur í síðari leiknum á Hásteinsvelli. Því miður jöfnuðu Svíarnir skömmu síðar og unnu 3-1 sigur og fóru áfram samanlagt 5-1. Fylkismenn klaufar árið 2003Fylkismenn töpuðu fyrri leiknum gegn AIK ytra 1-0 en sigurmarkið kom skömmu fyrir leikslok. Úrslitin engu að síður ágæt fyrir síðari viðureignina á Laugardalsvelli tveimur vikum síðar. Fylkismenn léku manni fleiri í 70 mínútur eftir að leikmanni AIK var vikið af velli fyrir að sparka til Ólafs Inga Skúlasonar. Þrátt fyrir liðsmuninn tókst Árbæingum aldrei almennilega að opna vörn sænska liðsins sem vann sanngjarnan sigur. Helgi Valur Daníelsson, sem í dag leikur með AIK, var frá vegna meiðsla í fyrri leiknum og spilaði allan leikinn á Laugardalsvelli með Fylki. Við þetta má bæta að auk Helga Vals lék Hörður Hilmarsson með AIK á árunum 1980-1981. Leikur AIK og FH á morgun á Råsunda leikvanginum, sem tekur um 37 þúsund áhorfendur, hefst klukkan 17 að íslenskum tíma. Fylgst verður með gangi mála hér á Vísi.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Getur varla gengið lengur Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira