Páll Viðar: Var að spá í að ná í pútterinn út í rútu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júlí 2012 07:00 Mynd / Anton Þórsarar eru mættir til Tékklands þar sem liðið mætir FK Mladá Boleslav í samnefndum bæ í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í dag. Eftir þrjú flug og næturgistingu í London æfðu Þórsarar á velli tékkneska liðsins í gær. Æfingin var rétt að hefjast þegar undirritaður náði tali af Páli Viðari Gíslasyni, þjálfara liðsins, í gær. „Þetta er copy-paste frá því síðast. Vegalengdin er ekki löng en með millilendingum, gistingu yfir nótt og biðtíma tekur þetta tíma," sagði Páll Viðar á meðan hann fylgdist með leikmönnum sínum skokka úr sér ferðaþreytuna. „Auðvitað eru menn misjafnir eftir aldri og ástandi að loknu svona ferðalagi. En menn verða klárir á morgun. Það er alveg klárt," sagði Páll Viðar sem hafði ekkert nema gott um aðstæður ytra að segja. „Aðstæður eru mjög fínar. Þetta er flottur fimm þúsund manna völlur í miðju Skoda verksmiðjuhverfinu. Liðið er styrkt af Skoda og það eru Skoda bifreiðar úti um allt," sagði Páll Viðar og hrósaði grasinu á vellinum sérstaklega. „Þetta er teppi. Ég var að spá í að ná í pútterinn út í rútu." KR-ingar biðu afhroð í viðureign sinni gegn HJK frá Helsinki í gær 7-0 í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu. Eyjamenn féllu út gegn St. Patrick's frá Írlandi og FH átti í töluverðu basli með Eschen/Mauren frá Liechtenstein. Þórsarar hins vegar slógu út írska liðið Bohemians eftir 5-1 sigur á Þórsvelli en fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. „Það gekk upp það sem við ætluðum að gera í 1. umferðinni. Við náðum fínum úrslitum úti, kannski af því að við vorum litla liðið, og skoruðum svo góð mörk heima. Við leggjum þetta svipað upp en við áttum okkur á því að þetta er sterkara lið," segir Páll Viðar sem leggur áherslu á að liðið eigi enn möguleika fyrir seinni leikinn á AKureyri eftir viku. „Við reynum allt sem við getum til að ná eins góðum úrslitum og við getum til að fá alvöru leik á Þórsvelli eftir viku. Það er markmiðið. Menn eru klárir að leggja sig alla í það þó það sé ekki nema bara fyrir fólkið heima á Akureyri að komast á völlinn og sjá alvöru leik," og nefndi í því sambandi að lítill áhugi væri væntanlega í Vesturbænum fyrir síðari viðureign KR og HJK á þriðjudag. „Það er auðvelt að setja sér það markmið að ná hagstæðum úrslitum fyrir seinni leikinn," segir Páll Viðar og uppskriftin fyrir leikin á morgun er einföld. „Við leggjumst, berjumst og fórnum okkur fyrir hvern annan. Svo reynum við að nýta þessar fáu sóknir sem við eflaumst komum til með að fá." Leikur Mladá Boleslav og Þórs hefst klukkan 17 og verður fylgst með gangi mála á Vísi. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór - Bohemian FC 5-1 Þór frá Akureyri vann glæsilegan sigur á Bohemian FC frá Írlandi á Akureyri í kvöld. Sigurður Marinó Kristjánsson var hetja heimamanna og skoraði þrjú mörk og lagði upp tvö í 5-1 sigri Þórs. 12. júlí 2012 00:01 Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Í beinni: Bayern Munchen - Chelsea | Risaleikur á Allianz Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Sjá meira
Þórsarar eru mættir til Tékklands þar sem liðið mætir FK Mladá Boleslav í samnefndum bæ í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í dag. Eftir þrjú flug og næturgistingu í London æfðu Þórsarar á velli tékkneska liðsins í gær. Æfingin var rétt að hefjast þegar undirritaður náði tali af Páli Viðari Gíslasyni, þjálfara liðsins, í gær. „Þetta er copy-paste frá því síðast. Vegalengdin er ekki löng en með millilendingum, gistingu yfir nótt og biðtíma tekur þetta tíma," sagði Páll Viðar á meðan hann fylgdist með leikmönnum sínum skokka úr sér ferðaþreytuna. „Auðvitað eru menn misjafnir eftir aldri og ástandi að loknu svona ferðalagi. En menn verða klárir á morgun. Það er alveg klárt," sagði Páll Viðar sem hafði ekkert nema gott um aðstæður ytra að segja. „Aðstæður eru mjög fínar. Þetta er flottur fimm þúsund manna völlur í miðju Skoda verksmiðjuhverfinu. Liðið er styrkt af Skoda og það eru Skoda bifreiðar úti um allt," sagði Páll Viðar og hrósaði grasinu á vellinum sérstaklega. „Þetta er teppi. Ég var að spá í að ná í pútterinn út í rútu." KR-ingar biðu afhroð í viðureign sinni gegn HJK frá Helsinki í gær 7-0 í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu. Eyjamenn féllu út gegn St. Patrick's frá Írlandi og FH átti í töluverðu basli með Eschen/Mauren frá Liechtenstein. Þórsarar hins vegar slógu út írska liðið Bohemians eftir 5-1 sigur á Þórsvelli en fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. „Það gekk upp það sem við ætluðum að gera í 1. umferðinni. Við náðum fínum úrslitum úti, kannski af því að við vorum litla liðið, og skoruðum svo góð mörk heima. Við leggjum þetta svipað upp en við áttum okkur á því að þetta er sterkara lið," segir Páll Viðar sem leggur áherslu á að liðið eigi enn möguleika fyrir seinni leikinn á AKureyri eftir viku. „Við reynum allt sem við getum til að ná eins góðum úrslitum og við getum til að fá alvöru leik á Þórsvelli eftir viku. Það er markmiðið. Menn eru klárir að leggja sig alla í það þó það sé ekki nema bara fyrir fólkið heima á Akureyri að komast á völlinn og sjá alvöru leik," og nefndi í því sambandi að lítill áhugi væri væntanlega í Vesturbænum fyrir síðari viðureign KR og HJK á þriðjudag. „Það er auðvelt að setja sér það markmið að ná hagstæðum úrslitum fyrir seinni leikinn," segir Páll Viðar og uppskriftin fyrir leikin á morgun er einföld. „Við leggjumst, berjumst og fórnum okkur fyrir hvern annan. Svo reynum við að nýta þessar fáu sóknir sem við eflaumst komum til með að fá." Leikur Mladá Boleslav og Þórs hefst klukkan 17 og verður fylgst með gangi mála á Vísi.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór - Bohemian FC 5-1 Þór frá Akureyri vann glæsilegan sigur á Bohemian FC frá Írlandi á Akureyri í kvöld. Sigurður Marinó Kristjánsson var hetja heimamanna og skoraði þrjú mörk og lagði upp tvö í 5-1 sigri Þórs. 12. júlí 2012 00:01 Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Í beinni: Bayern Munchen - Chelsea | Risaleikur á Allianz Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór - Bohemian FC 5-1 Þór frá Akureyri vann glæsilegan sigur á Bohemian FC frá Írlandi á Akureyri í kvöld. Sigurður Marinó Kristjánsson var hetja heimamanna og skoraði þrjú mörk og lagði upp tvö í 5-1 sigri Þórs. 12. júlí 2012 00:01
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn