Einar Öder og Glóðafeykir sigruðu í A-úrslitum B-flokks gæðinga 1. júlí 2012 15:34 Einar Öder ásamt eiginkonu sinni og Glóðafeyki. Mynd / Eiðfaxi.is Veðrið lék ekki beint við landsmótsgesti í A-úrslitum B-flokks gæðinga. Rigningin skall á rétt fyrir úrslit en hafði það þó lítil áhrif á knapa og hesta, því keppni milli sterkustu fjórgangshesta landsins var æsispennandi fram að síðustu einkunn. Klárarnir voru missterkir á hæga töltinu. Reynsuboltarnir Sveigur frá Varmadal og Hulda Gústafsdóttir voru öryggið uppmálað og hlutu þau hæstu einkunn keppenda, 8,80. Hrímnir frá Ósi fór einnig fallega hjá Guðmundi Björgvinssyni og uppskáru þeir 8,78. Þá var brokkað. Þar höfðu sjarmatröllinn Glóðafeyki frá Halakoti og Einar Öder Magnússon vinningin, hlutu glæsilega 9,12 en bæði Hrímnir, Loki frá Selfossi og Eldjárn frá Tjaldhólum skoruðu hátt. Glóðafeykir og Einar höfðu einnig yfirburði í kröftugri sýningu keppenda á hröðu tölti, uppskáru 9,18. Það sama má segja um einkunnir fyrir vilja og fegurð í reið, þar heillaði Glóðafeykir dómarana hlaut 9,16 fyrir vilja og 8,92 fyrir fegurð í reið. Sigur gamla refsins og hins töfrandi Glóðafeykis var því tryggður með slétta 9,00 í lokaeinkunn og Einar hampaði Háfetabikarnum verðskuldað. Glóðafeykir og Einar voru einnig senuþjófar flokksins á síðasta ári, þegar þeir höfnuðu í 3. sæti flokksins á landsmóti eftir að hafa sigrað í B-úrslitum. Í viðtali við kynni mótsins eignaði Einar hestinum sínum stórkostlega sigurinn að öllu leyti. Einar sjálfur hefur ekki unnið á landsmót síðan 1986 og er því sigur hans ansi sætur. Heyrst hefur að Einar stefni næst með Glóðafeyki sinn til Berlínar á Heimsmeistaramótið 2013.Keppendur/ Hægt tölt/ Brokk / Greitt tölt / Vilji / Fegurð í reið /Lokaeinkunn 1. Glóðafeykir frá Halakoti og Einar Öder Magnússon: 8,52 - 9,12 - 9,18 - 9,16 - 8,92 = 9,00 2. Hrímnir frá Ósi og Guðmundur Björgvinsson: 8,78 - 8,90 - 9,00 - 8,98 - 9,06 = 8,97 3. Loki frá Selfossi og Sigurður Sigurðarson: 8,62 - 8,94 - 9,02 - 8,98 - 9,04 = 8,95 4. Eldjárn frá Tjaldhólum og Halldór Guðjónsson: 8,38 - 8,92 - 8,94 - 8,90 - 8,68 = 8,77 5. Sveigur frá Varmadal og Hulda Gústafsdóttir: 8,80 - 8,64 - 8,68 - 8,76 =8,72 6. Freyðir frá Leysingjastöðum II og Ísólfur Líndal Þórisson: 8,58 - 8,68 - 8,82 - 8,70 - 8,74 - 8,68 = 8,70 7. Álfur frá Selfossi og Christina Lund: 8,54 - 8,46 - 8,86 - 8,68 - 8,74 = 8,67 8. Stefnir frá Þjóðólfshaga 1 og Viðar Ingólfsson: 8,40 - 8,28 - 8,70 - 8,48 - 8,50 = 8,48 Hestar Scroll-Landsmot Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira
Veðrið lék ekki beint við landsmótsgesti í A-úrslitum B-flokks gæðinga. Rigningin skall á rétt fyrir úrslit en hafði það þó lítil áhrif á knapa og hesta, því keppni milli sterkustu fjórgangshesta landsins var æsispennandi fram að síðustu einkunn. Klárarnir voru missterkir á hæga töltinu. Reynsuboltarnir Sveigur frá Varmadal og Hulda Gústafsdóttir voru öryggið uppmálað og hlutu þau hæstu einkunn keppenda, 8,80. Hrímnir frá Ósi fór einnig fallega hjá Guðmundi Björgvinssyni og uppskáru þeir 8,78. Þá var brokkað. Þar höfðu sjarmatröllinn Glóðafeyki frá Halakoti og Einar Öder Magnússon vinningin, hlutu glæsilega 9,12 en bæði Hrímnir, Loki frá Selfossi og Eldjárn frá Tjaldhólum skoruðu hátt. Glóðafeykir og Einar höfðu einnig yfirburði í kröftugri sýningu keppenda á hröðu tölti, uppskáru 9,18. Það sama má segja um einkunnir fyrir vilja og fegurð í reið, þar heillaði Glóðafeykir dómarana hlaut 9,16 fyrir vilja og 8,92 fyrir fegurð í reið. Sigur gamla refsins og hins töfrandi Glóðafeykis var því tryggður með slétta 9,00 í lokaeinkunn og Einar hampaði Háfetabikarnum verðskuldað. Glóðafeykir og Einar voru einnig senuþjófar flokksins á síðasta ári, þegar þeir höfnuðu í 3. sæti flokksins á landsmóti eftir að hafa sigrað í B-úrslitum. Í viðtali við kynni mótsins eignaði Einar hestinum sínum stórkostlega sigurinn að öllu leyti. Einar sjálfur hefur ekki unnið á landsmót síðan 1986 og er því sigur hans ansi sætur. Heyrst hefur að Einar stefni næst með Glóðafeyki sinn til Berlínar á Heimsmeistaramótið 2013.Keppendur/ Hægt tölt/ Brokk / Greitt tölt / Vilji / Fegurð í reið /Lokaeinkunn 1. Glóðafeykir frá Halakoti og Einar Öder Magnússon: 8,52 - 9,12 - 9,18 - 9,16 - 8,92 = 9,00 2. Hrímnir frá Ósi og Guðmundur Björgvinsson: 8,78 - 8,90 - 9,00 - 8,98 - 9,06 = 8,97 3. Loki frá Selfossi og Sigurður Sigurðarson: 8,62 - 8,94 - 9,02 - 8,98 - 9,04 = 8,95 4. Eldjárn frá Tjaldhólum og Halldór Guðjónsson: 8,38 - 8,92 - 8,94 - 8,90 - 8,68 = 8,77 5. Sveigur frá Varmadal og Hulda Gústafsdóttir: 8,80 - 8,64 - 8,68 - 8,76 =8,72 6. Freyðir frá Leysingjastöðum II og Ísólfur Líndal Þórisson: 8,58 - 8,68 - 8,82 - 8,70 - 8,74 - 8,68 = 8,70 7. Álfur frá Selfossi og Christina Lund: 8,54 - 8,46 - 8,86 - 8,68 - 8,74 = 8,67 8. Stefnir frá Þjóðólfshaga 1 og Viðar Ingólfsson: 8,40 - 8,28 - 8,70 - 8,48 - 8,50 = 8,48
Hestar Scroll-Landsmot Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira