Hjólreiðakappinn Peter Sagan kom fyrstur í mark á fystu dagleið Frakklandshjólreiðanna í dag. Hjólaðir voru 198 kílómetrar.
Leið dagsins var á milli Liege og Seraing í Belgíu. Svisslendingurinn Fabian Cancellara kom annar í mark en hann hóf keppnina í gulu treyjunni eftir sigur í forkeppninni í gær.
Þriðji varð Norðmaðurinn Edvald Boasson-Hagen. Skammt á eftir koma Bretinn Bradley Wiggins sem þykir líklegur til sigurs í ár og sömuleiðis Ástralinn Cadel Evans sem á titil að verja.
Cancellara hefur sjö sekúndna forystu á Wiggins í heildarkeppninni að lokinni fyrstu dagleið.
Sagan vann fyrstu dagleið á Tour de France
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


„Manchester er heima“
Enski boltinn

„Verð aldrei trúður“
Fótbolti


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn





De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn