Barclays bankinn staðfesti í morgun fréttir breska ríkisútvarpsins, BBC, um að stjórnarformaðurinn, Marcus Aguis, myndi láta af störfum. Ástæðan er sú að bankinn var á dögunum sektaður um það sem samsvarar 57 milljörðum íslenskra króna fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á stýrivexti með ólöglegum aðgerðum. Bob Diamond, framkvæmdastjóri Barclays, mun gefa skýrslu fyrir fjármálanefnd breska þingsins á miðvikudag vegna hneykslisins. Aguis mætir svo fyrir nefndina á fimmtudaginn.
Það var BBC sem greindi frá.
Stjórnarformaðurinn yfirgefur Barclays
