David Cameron segir framferði Barclays manna hneyksli Magnús Halldórsson skrifar 2. júlí 2012 16:11 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir framferði starfsmanna Barclays-bankans, og eftir atvikum annarra bankamanna, er varðar vaxtasvindl bankans vera hneyksli og tilkynnti um það í breska þinginu í dag að ítarleg rannsókn myndi fara fram á starfsháttum banka í landinu. Barclays bankinn samþykkti að greiða 290 milljónir punda í sekt til breska fjármálaeftirlitsins (FSA), jafnvirði tæplega 60 milljarða króna, vegna markaðsmisnotkunar bankans á millibankamarkaði með vexti. Stjórnarformaður Barclays undafarin sex ár, Marcus Agius, sagði upp stöfum vegna málsins í morgun en hann hafði áður neitað að taka við bónusgreiðslu líkt og forstjóri bankans, Bob Diamond. „Framkoma bankamanna í þessu máli er fullkomlega með ólíkindum, og algjörlega óásættanleg," sagði Cameron m.a. í ræðu sinni í þinginu. „Bankamenn sem brutu lög, ættu að fá refsingu," sagði Cameron. Brot bankans snéru að því að lánatökukostnaður, þ.e. álag á lán frá öðrum bönkum, var minni en hann átti að vera, og var staða bankans þannig fegruð. FSA segir brotin vera þau alvarlegustu sem eftirlitið hafi sektað fyrir í sögu eftirlitsins. Rannsókn á bankageiranum breska verður beint heildrænt gegn geiranum í heild, en ekki aðeins að brotum Barclays. Sérstök rannsókn mun fara fram um millibankavaxtamálið, og hefur SFO þegar hafið þá rannsókn. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir framferði starfsmanna Barclays-bankans, og eftir atvikum annarra bankamanna, er varðar vaxtasvindl bankans vera hneyksli og tilkynnti um það í breska þinginu í dag að ítarleg rannsókn myndi fara fram á starfsháttum banka í landinu. Barclays bankinn samþykkti að greiða 290 milljónir punda í sekt til breska fjármálaeftirlitsins (FSA), jafnvirði tæplega 60 milljarða króna, vegna markaðsmisnotkunar bankans á millibankamarkaði með vexti. Stjórnarformaður Barclays undafarin sex ár, Marcus Agius, sagði upp stöfum vegna málsins í morgun en hann hafði áður neitað að taka við bónusgreiðslu líkt og forstjóri bankans, Bob Diamond. „Framkoma bankamanna í þessu máli er fullkomlega með ólíkindum, og algjörlega óásættanleg," sagði Cameron m.a. í ræðu sinni í þinginu. „Bankamenn sem brutu lög, ættu að fá refsingu," sagði Cameron. Brot bankans snéru að því að lánatökukostnaður, þ.e. álag á lán frá öðrum bönkum, var minni en hann átti að vera, og var staða bankans þannig fegruð. FSA segir brotin vera þau alvarlegustu sem eftirlitið hafi sektað fyrir í sögu eftirlitsins. Rannsókn á bankageiranum breska verður beint heildrænt gegn geiranum í heild, en ekki aðeins að brotum Barclays. Sérstök rannsókn mun fara fram um millibankavaxtamálið, og hefur SFO þegar hafið þá rannsókn.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent