Maldonado segist skilja Pirelli dekkin Birgir Þór Harðarson skrifar 2. júlí 2012 20:15 Það er mikilvægt fyrir ökumenn í Formúlu 1 að skilja dekkin því þau eru stór áhrifavaldur í kappakstrinum. nordicphotos/afp Pastor Maldonado sem ekur Williams Renault í Formúlu 1 segist nú skilja hvernig Pirelli-dekkin virka. Hann er því fyrstur til að átta sig á virkni dekkjanna. Öll liðin og ökumenn hafa kvartað undan því að dekkin sem Pirelli skaffar þeim í ár eru óútreiknanleg og varla Formúlu 1 bjóðandi. Aðrir segja að dekkin hafi gert kappaksturinn frábæran. "Ég held ég skilji dekkin mjög vel," sagði Maldonado. "Mikið betur en í fyrra. Jafnvel þó þeim hafi verið breytt þá líður mér loksins vel með þau undir bílnum." Til að útskýra það nánar hvað hann meinar með því að hann skilji dekkin segir hann vita nákvæmlega hvernig hann á að sjá til þess að hann gangi ekki frá þeim. "Ég veit upp á hár hvernig ég á að nota þau heilan kappakstur og hvernig ég fæ þau til að lifa lengur. Ég er alltaf að reyna að bæta mig en ég held að blandan af mér, bílnum og dekkjunum sé góð." Maldonado vann kappaksturinn á Spáni í ár og átti góða möguleika á stigasæti í Valencia núna síðast. Hann eyðilagði hins vegar fyrir sér með því að aka inn í hliðina á Lewis Hamilton, sem hafði slátrað dekkjunum undir lok keppni. Formúla Mest lesið Leik lokið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Pastor Maldonado sem ekur Williams Renault í Formúlu 1 segist nú skilja hvernig Pirelli-dekkin virka. Hann er því fyrstur til að átta sig á virkni dekkjanna. Öll liðin og ökumenn hafa kvartað undan því að dekkin sem Pirelli skaffar þeim í ár eru óútreiknanleg og varla Formúlu 1 bjóðandi. Aðrir segja að dekkin hafi gert kappaksturinn frábæran. "Ég held ég skilji dekkin mjög vel," sagði Maldonado. "Mikið betur en í fyrra. Jafnvel þó þeim hafi verið breytt þá líður mér loksins vel með þau undir bílnum." Til að útskýra það nánar hvað hann meinar með því að hann skilji dekkin segir hann vita nákvæmlega hvernig hann á að sjá til þess að hann gangi ekki frá þeim. "Ég veit upp á hár hvernig ég á að nota þau heilan kappakstur og hvernig ég fæ þau til að lifa lengur. Ég er alltaf að reyna að bæta mig en ég held að blandan af mér, bílnum og dekkjunum sé góð." Maldonado vann kappaksturinn á Spáni í ár og átti góða möguleika á stigasæti í Valencia núna síðast. Hann eyðilagði hins vegar fyrir sér með því að aka inn í hliðina á Lewis Hamilton, sem hafði slátrað dekkjunum undir lok keppni.
Formúla Mest lesið Leik lokið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira