Davíð Þór Viðarsson spilaði allan leikinn með Öster þegar liðið vann 4-1 heimasigur á Falkenberg í sænsku b-deildinni í fótbolta í kvöld og náði í kjölfarið tíu stiga forskoti á toppi deildarinnar.
Öster er með 37 stig eða 10 stigum meira en Brommapojkarna sem vann 5-1 stórsigur í kvöld. Íslendingaliðið Halmstad er í 3. sæti með 23 stig en liðið á tvo leiki inni á efstu tvö liðin.
Heiðar Geir Júlíusson skoraði mark Ängelholm í 1-1 jafntefli á útivelli á móti Brage en Heiðar Geir kom sínum mönnum í 1-0 á 29. mínútu. Brage-liðið jafnaði á 52. mínútu. Ängelholm er í 6. sæti deildarinnar með 20 stig.
