Bandaríkjamaðurinn Darrin Govens, sem lék með Þór Þorlákshöfn við góðan orðstír á síðustu leiktíð, hefur samið við félagið Elitzur Ramla í Ísrael en félagið leikur í næstefstu deild í Ísrael. Þetta kemur fram á Karfan.is.
Govens fór fyrir liði Þórs sem komst alla leið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn gegn Grindvíkingum á síðustu leiktíð.
Govens skoraði 23,5 stig að meðaltali í leik, auk þess að taka sex fráköst og gefa 5,3 stoðsendingar að meðaltali. Ljóst er að skarð Govens verður vandfyllt hjá Þórsurum á næstu leiktíð.
Körfubolti