Fyrstu umferð riðlakeppninnar í Íslandsmótinu í holukeppni er lokið. Leikið er á Leirdalsvelli í Kópavogi. Einir tveir leikir fóru í bráðabana. Selfyssingurinn síkáti Hlynur Geir Hjartarson lagði GR-inginn Árna Pál Hansson í bráðabana og slíkt hið sama gerði Keilismaðurinn Ísak Jasonarson gegn heimamanninum Kjartani Dór Kjartanssyni.
Íslandsmeistarinn frá í fyrra, Arnór Ingi Finnbjörnsson úr GR, tapaði fyrir Örvari Samúelssyni GA.
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG vann auðveldan sigur á Halldóri Heiðari Halldórssyni úr GKB.
Úrslit í 1. umferð:
Riðill 1:
Hlynur Geir Hjartarson, GOS, vann Árna Pál Hansson, GR, á 19. holu
Arnar Snær Hákonarson, GR, vann Magnús Lárusson, GKJ, 7&6
Riðill 2:
Þórður Rafn Gissurarson, GR, vann Tryggva Pétursson, GR, 2&0
Axel Bóasson, GK, vann Kristján Þór Einarsson, GK, 5&4
Riðill 3:
Andri Þór Björnsson, GR, vann Birgi Guðjónsson, GR, 4&3
Pétur Freyr Pétursson, GR, vann Ólaf Má Sigurðsson, GR, 2&0
Riðill 4:
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, vann Halldór Heiðar Halldórsson, GKB, 5&4
Andri Már Óskarson, GHR, vann Gísla Þór Þórðarson, GR, 2&1
Riðill 5:
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, vann Stefán Má Stefánsson, GR, 1&0
Dagur Ebenezersson, GK, vann Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG, 2&1
Riðill 6:
Haraldur Franklín Magnús, GR, vann Sigmund Einar Másson, GKG, 3&2
Ísak Jasonarson, GK, vann Kjartan Dór Kjartansson, GKG, á 19. holu
Riðill 7:
Rúnar Arnórsson, GK, vann Theodór Emil Karlsson, GKJ, 4&3
Einar Haukur Óskarson, GK, vann Ragnar Má Garðarsson, GKG, 3&1
Riðill 8:
Örvar Samúelsson, GA, vann Arnór Inga Finnbjörnsson, GR, 1&0
Sigurður Ingvi Rögnvaldsson, GHD, vann Guðjón Henning Hilmarsson, GKG, 1&0
Íslandsmótið í holukeppni: Tveir bráðabanar í fyrstu umferð

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti

Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn


