Sebastian Vettel á ráspól í Valencia Birgir Þór Harðarson skrifar 23. júní 2012 17:01 Vettel mun ræsa fremstur í kappakstrinum á morgun. nordicphotos/afp Sebastian Vettel ók hraðasta allra um brautina í Valencia á Spáni í tímatökunum fyrir kappaksturinn sem fram fer á morgun. Lewis Hamilton á McLaren og Pastor Maldonado á Williams urðu þar á eftir. Hringtími Vettel var heilum þremur tíundu úr sekúntu hraðari en Hamiltons. Það verður að teljast nokkuð mikið í ljósi þess hve jöfn öll liðin hafa verið fram að þessu. Romain Grosjean og Kimi Raikkönen á Lotus munu ræsa í fjórða og fimmta sæti á undan Nico Rosberg á Mercedes. Rosberg var gríðarlega svekktur með að ná ekki að setja hraðari tíma. Hann kennir Lewis Hamilton um en sá þvældist fyrir Rosberg í síðasta tímatökuhringnum. Jenson Button náði ekki þeim árangri sem við var búist og ræsir aðeins níundi á ráslínunni. Á undan honum urðu Kamui Kobayashi á Sauber og Nico Hulkenberg á Force India. Annar Force India maður ræsir fyrir aftan Button, Paul di Resta. Ferrari-bílarnir komust ekki upp úr annari lotu tímatökunnar. Alonso segir þó að liðið hafi ekki átt í neinum sérstökum vandræðum í tímatökunni. Hann ræsir ellefti og Felipe Massa þrettándi, rétt á eftir Michael Schumacher. Alonso kennir lélegri stöðu um hversu jöfn keppnin er í ár. "Hvað frammistöðu varðar þá var þetta ein besta tímataka ársins hjá okkur. Hvað stöðuna varðar þá er þetta einhver sú versta." Formúla Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel ók hraðasta allra um brautina í Valencia á Spáni í tímatökunum fyrir kappaksturinn sem fram fer á morgun. Lewis Hamilton á McLaren og Pastor Maldonado á Williams urðu þar á eftir. Hringtími Vettel var heilum þremur tíundu úr sekúntu hraðari en Hamiltons. Það verður að teljast nokkuð mikið í ljósi þess hve jöfn öll liðin hafa verið fram að þessu. Romain Grosjean og Kimi Raikkönen á Lotus munu ræsa í fjórða og fimmta sæti á undan Nico Rosberg á Mercedes. Rosberg var gríðarlega svekktur með að ná ekki að setja hraðari tíma. Hann kennir Lewis Hamilton um en sá þvældist fyrir Rosberg í síðasta tímatökuhringnum. Jenson Button náði ekki þeim árangri sem við var búist og ræsir aðeins níundi á ráslínunni. Á undan honum urðu Kamui Kobayashi á Sauber og Nico Hulkenberg á Force India. Annar Force India maður ræsir fyrir aftan Button, Paul di Resta. Ferrari-bílarnir komust ekki upp úr annari lotu tímatökunnar. Alonso segir þó að liðið hafi ekki átt í neinum sérstökum vandræðum í tímatökunni. Hann ræsir ellefti og Felipe Massa þrettándi, rétt á eftir Michael Schumacher. Alonso kennir lélegri stöðu um hversu jöfn keppnin er í ár. "Hvað frammistöðu varðar þá var þetta ein besta tímataka ársins hjá okkur. Hvað stöðuna varðar þá er þetta einhver sú versta."
Formúla Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira