Landsliðsmaðurinn í handknattleik, Kári Kristján Kristjánsson, hafði betur gegn besta körfuboltamanni Vestmannaeyja, Daða Guðjónssyni, í "Einvígi ársins" eins og það var kallað í Eyjum.
Þeir félagar mættust í körfuboltaleik þriðja árið í röð í gær en staðan í einvígjum þeirra félaga var 1-1 eftir fyrstu tvö árin.
Línumaðurinn digri, sem oftar en ekki gengur undir nafninu Heimaklettur, vann sigur í gær, 20-15, eftir að hafa verið 10-5 undir í hálfleik. Mikil seigla í þungarokkaranum.
Fjöldi Eyjamanna mætti fyrir utan Barnaskólann í Eyjum í gær til þess að fylgjast með einvíginu og áhorfendur voru ekki sviknir enda fengu þeir alvöru leik.
Kári Kristján vann einvígi ársins
