Ólafur Ragnar hefur eytt tæplega milljón í auglýsingar 25. júní 2012 13:26 Ólafur Ragnar Grímsson hefur eytt alls 3,6 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands en þar af hefur hann eytt 850 þúsund krónum í auglýsingar. Á Facebook-síðu Ólafs Ragnars kemur fram að heildarkostnaður til þessa dags vegna framboðsins nemur kr. 3.661.640 og skiptist hann þannig að helstu kostnaðarliðir eru kr. 760.000 vegna húsaleigu, gerð vefsíðu kr. 664.640, flug og gisting vegna funda og ferða á landsbyggðinni kr. 540.000, almennur rekstrarkostnaður um kr. 700.000, auglýsingar kr. 850.000. Skipting auglýsinga, sem voru eingöngu vegna funda í byggðarlögum og opnun miðstöðvar, er þannig að: í héraðsfréttablöðum kr. 66.355, í útvarpi kr. 574.580 og skjáauglýsingar kr. 204.531. Fjármögnun þessa kostnaðar er á þann veg að Ólafur Ragnar lagði sjálfur fram í upphafi kosningabaráttunnar 2 milljónir króna. Síðan hafa 20 einstaklingar og 2 rekstraraðilar lagt samtals í kosningasjóð 2 milljónir og 45 þúsund krónur. Auk þess hefur sala merkis og annað skilað um 200 þúsund. Fjármögnunin nemur því til þessa alls um 4,2 milljónum króna. Áætlað er að heildarkostnaður við framboðið verði 4-5 milljónir og nemur viðbótin við þær 3,6 milljónir sem fyrr voru raktar aðallega launakostnaði. „Í ljósi umræðunnar vil ég beina því annarra frambjóðenda, að birta nú sundurliðað kostnaðaryfirlit og áætlun um heildarkostnað við baráttuna," segir svo á heimasíðu Ólafs Ragnars. Þóra Arnórsdóttir upplýsti í kappræðum Stöðvar 2 í gær að hún hefði eytt rúmlega sautján hundruð þúsund krónum í auglýsingar. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að hún hefði fengið 12 milljónir króna í styrki en fimm þeirra voru yfir 200 þúsund krónum. Andrea Ólafsdóttir hefur safnað 26 þúsund krónum. Herdís Þorgeirsdóttir hefur safnað 519 þúsund krónum. Ari Trausti Guðmundsson hefur gefið út að hann muni upplýsa um bókhaldið eftir kosningar og Hannes Bjarnason ætlar að gera það þegar tími gefst til. Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Herdís og Andrea vilja opið bókhald Andrea J. Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir hafa farið fram á að meðframbjóðendur þeirra opni bókhald sitt og láti kjósendur vita hvaðan fjárframlög koma. 24. júní 2012 11:28 Eyddi tæplega tveimur milljónum í auglýsingar Þóra Arnórsdóttir upplýsti í kappræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 og Vísi í Hörpu í kvöld að hún hefði eytt 1746 þúsund krónum í auglýsingar sem hafa birst meðal annars í strætóskýlum víða á höfuðborgarsvæðinu. 24. júní 2012 20:18 Frambjóðendur opni bókhaldið Andrea Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðendur hafa báðar opnað bókhald sitt og skora á aðra frambjóðendur að gera slíkt hið sama. Hannes Bjarnason segist ætla að birta bókhald sitt um leið og tími gefst til. Andrea hefur safnað 26 þúsund krónum og Herdís 519 þúsund krónum. Þær hafa báðar birt yfirlit yfir það hverjir hafa styrkt þær. 25. júní 2012 11:00 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson hefur eytt alls 3,6 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands en þar af hefur hann eytt 850 þúsund krónum í auglýsingar. Á Facebook-síðu Ólafs Ragnars kemur fram að heildarkostnaður til þessa dags vegna framboðsins nemur kr. 3.661.640 og skiptist hann þannig að helstu kostnaðarliðir eru kr. 760.000 vegna húsaleigu, gerð vefsíðu kr. 664.640, flug og gisting vegna funda og ferða á landsbyggðinni kr. 540.000, almennur rekstrarkostnaður um kr. 700.000, auglýsingar kr. 850.000. Skipting auglýsinga, sem voru eingöngu vegna funda í byggðarlögum og opnun miðstöðvar, er þannig að: í héraðsfréttablöðum kr. 66.355, í útvarpi kr. 574.580 og skjáauglýsingar kr. 204.531. Fjármögnun þessa kostnaðar er á þann veg að Ólafur Ragnar lagði sjálfur fram í upphafi kosningabaráttunnar 2 milljónir króna. Síðan hafa 20 einstaklingar og 2 rekstraraðilar lagt samtals í kosningasjóð 2 milljónir og 45 þúsund krónur. Auk þess hefur sala merkis og annað skilað um 200 þúsund. Fjármögnunin nemur því til þessa alls um 4,2 milljónum króna. Áætlað er að heildarkostnaður við framboðið verði 4-5 milljónir og nemur viðbótin við þær 3,6 milljónir sem fyrr voru raktar aðallega launakostnaði. „Í ljósi umræðunnar vil ég beina því annarra frambjóðenda, að birta nú sundurliðað kostnaðaryfirlit og áætlun um heildarkostnað við baráttuna," segir svo á heimasíðu Ólafs Ragnars. Þóra Arnórsdóttir upplýsti í kappræðum Stöðvar 2 í gær að hún hefði eytt rúmlega sautján hundruð þúsund krónum í auglýsingar. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að hún hefði fengið 12 milljónir króna í styrki en fimm þeirra voru yfir 200 þúsund krónum. Andrea Ólafsdóttir hefur safnað 26 þúsund krónum. Herdís Þorgeirsdóttir hefur safnað 519 þúsund krónum. Ari Trausti Guðmundsson hefur gefið út að hann muni upplýsa um bókhaldið eftir kosningar og Hannes Bjarnason ætlar að gera það þegar tími gefst til.
Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Herdís og Andrea vilja opið bókhald Andrea J. Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir hafa farið fram á að meðframbjóðendur þeirra opni bókhald sitt og láti kjósendur vita hvaðan fjárframlög koma. 24. júní 2012 11:28 Eyddi tæplega tveimur milljónum í auglýsingar Þóra Arnórsdóttir upplýsti í kappræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 og Vísi í Hörpu í kvöld að hún hefði eytt 1746 þúsund krónum í auglýsingar sem hafa birst meðal annars í strætóskýlum víða á höfuðborgarsvæðinu. 24. júní 2012 20:18 Frambjóðendur opni bókhaldið Andrea Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðendur hafa báðar opnað bókhald sitt og skora á aðra frambjóðendur að gera slíkt hið sama. Hannes Bjarnason segist ætla að birta bókhald sitt um leið og tími gefst til. Andrea hefur safnað 26 þúsund krónum og Herdís 519 þúsund krónum. Þær hafa báðar birt yfirlit yfir það hverjir hafa styrkt þær. 25. júní 2012 11:00 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Herdís og Andrea vilja opið bókhald Andrea J. Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir hafa farið fram á að meðframbjóðendur þeirra opni bókhald sitt og láti kjósendur vita hvaðan fjárframlög koma. 24. júní 2012 11:28
Eyddi tæplega tveimur milljónum í auglýsingar Þóra Arnórsdóttir upplýsti í kappræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 og Vísi í Hörpu í kvöld að hún hefði eytt 1746 þúsund krónum í auglýsingar sem hafa birst meðal annars í strætóskýlum víða á höfuðborgarsvæðinu. 24. júní 2012 20:18
Frambjóðendur opni bókhaldið Andrea Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðendur hafa báðar opnað bókhald sitt og skora á aðra frambjóðendur að gera slíkt hið sama. Hannes Bjarnason segist ætla að birta bókhald sitt um leið og tími gefst til. Andrea hefur safnað 26 þúsund krónum og Herdís 519 þúsund krónum. Þær hafa báðar birt yfirlit yfir það hverjir hafa styrkt þær. 25. júní 2012 11:00