Nú er hægt að fá Chrome á iPhone Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. júní 2012 11:31 Frá I/O ráðstefnunni í gær. mynd/AFP Tæknirisinn Gooogle tilkynnti fyrr í vikunni að Chrome netvafrinn yrði brátt fáanlegur fyrir iOS stýrikerfið. Það var síðan í gær sem að vafrinn vinsæli birtist í smáforrita safni Apple. Google Chrome er einni vinsælasti vafri veraldar. Nýlegar netmælingar gefa til kynna að forritið sé hægt og bítandi að nálgast vinsældir Internet Explorer en hann hefur verið vinsælasti vafri veraldarvefjarins um árabil. Chrome er nú fáanlegur á iPad spjaldtölvuna sem og iPhone. Innbyggður vafri iOS stýrikerfisins, Safari, hefur lengi vel verið eini valkostur notenda og því vakti það mikla athygli þegar Google tilkynnti um áætlanir sínar.Chrome á iPhone snjallsímanum.mynd/GoogleMikið hefur verið fjallað um þennan vafra á tæknifréttasíðum. Þá fær Google mikið lof fyrir hönnun forritsins en það svipar mjög til hinnar hefðbundnu útgáfu Chrome. Það varð þó fljótt ljóst að Chrome fyrir iOS myndi aldrei verða hraðari en Safari. Þau forrit sem fylgja stýrikerfinu eru sjálfgild í einu og öllu, þannig hefur hefur Chrome ekki aðgang að þeim eiginleikum stýrikerfisins sem Apple notaðist við þegar forrit þess voru hönnuð. Það er þó ekki einungis hraði sem skiptir máli. Chrome fyrir iOS er beintengt Google reikning notandans og miðlar upplýsingum auðveldlega milli mismunandi tækja. Þannig flæðir vafrasaga, bókamerki og aðrar upplýsingar frá borðtölvunni yfir í snjallsímann. Hægt er að finna Chrome í App store. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tæknirisinn Gooogle tilkynnti fyrr í vikunni að Chrome netvafrinn yrði brátt fáanlegur fyrir iOS stýrikerfið. Það var síðan í gær sem að vafrinn vinsæli birtist í smáforrita safni Apple. Google Chrome er einni vinsælasti vafri veraldar. Nýlegar netmælingar gefa til kynna að forritið sé hægt og bítandi að nálgast vinsældir Internet Explorer en hann hefur verið vinsælasti vafri veraldarvefjarins um árabil. Chrome er nú fáanlegur á iPad spjaldtölvuna sem og iPhone. Innbyggður vafri iOS stýrikerfisins, Safari, hefur lengi vel verið eini valkostur notenda og því vakti það mikla athygli þegar Google tilkynnti um áætlanir sínar.Chrome á iPhone snjallsímanum.mynd/GoogleMikið hefur verið fjallað um þennan vafra á tæknifréttasíðum. Þá fær Google mikið lof fyrir hönnun forritsins en það svipar mjög til hinnar hefðbundnu útgáfu Chrome. Það varð þó fljótt ljóst að Chrome fyrir iOS myndi aldrei verða hraðari en Safari. Þau forrit sem fylgja stýrikerfinu eru sjálfgild í einu og öllu, þannig hefur hefur Chrome ekki aðgang að þeim eiginleikum stýrikerfisins sem Apple notaðist við þegar forrit þess voru hönnuð. Það er þó ekki einungis hraði sem skiptir máli. Chrome fyrir iOS er beintengt Google reikning notandans og miðlar upplýsingum auðveldlega milli mismunandi tækja. Þannig flæðir vafrasaga, bókamerki og aðrar upplýsingar frá borðtölvunni yfir í snjallsímann. Hægt er að finna Chrome í App store.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira