Farsælasti forsetinn 10. júní 2012 12:55 Fráfarandi forseti Kristján Eldjárn og Halldóra Eldjárn fyrir utan Alþingishúsið daginn sem Kristján lét af embætti forseta. Myndin birtist í Vísi og var myndatextinn sem birtist með henni svohljóðandi: "Kristján Eldjárn hefur látið af störfum eftir tólf ár á forsetastóli. Mannfjöldinn hyllti hann og frú Halldóru að lokinni embættistöku Vigdísar og hann tók eftirminnilega undir.” Kristjáni Eldjárn tókst hvort tveggja, að láta til sín taka á hinu pólitíska sviði þegar nauðsyn krafði en vera um leið sameiningartákn sem langflestir kunnu að meta. Guðni Th. Jóhannesson fjallar um farsælasta forseta lýðveldisins. Í nýársávarpi sínu 1968 staðfesti Ásgeir Ásgeirsson forseti að hann hygðist láta gott heita um sumarið eftir 16 ár á Bessastöðum. Um leið var almannarómur á þá leið að Gunnar Thoroddsen, tengdasonur hans, tæki væntanlega við embættinu. Sumarið 1965 hafði Gunnar gefið upp ráðherradóm, hætt á Alþingi og látið af varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum. Í staðinn gerðist hann sendiherra í Kaupmannahöfn og undirbjó framboð á laun. Snemma árs 1968 virtist hann eiga sigurinn vísan; í óformlegum skoðanakönnunum bar hann höfuð og herðar yfir aðra sem nefndir voru til sögunnar. Forystumenn í Alþýðubandalagi, Alþýðuflokki og Framsóknarflokki vildu hins vegar allt til vinna svo að Gunnar Thoroddsen kæmist ekki til æðstu metorða á Íslandi. Til margra var leitað en hvorki gekk né rak. Um síðir mændu menn helst vonaraugum til Kristjáns Eldjárns þjóðminjavarðar. Hann þótti vandaður maður og var vinsæll, ekki síst fyrir sjónvarpsþætti um forna muni og minjar. En Kristján var tregur til. Snemma í mars 1968 leit enn út fyrir að enginn yrði í framboði til forseta um sumarið nema Gunnar Thoroddsen. Nánast á síðustu stundu lét Kristján Eldjárn þó undan. Þá hafði honum verið færður heim sanninn um að sannkölluð breiðfylking áhrifamanna úr öllum flokkum styddi framboð hans. Munaði þar ekki síst um atbeina Péturs Benediktssonar, bróður Bjarna forsætisráðherra. Pétur hafði ímugust á Gunnari Thoroddsen.„Kiðfættur forseti á sauðskinnsskóm" Kosningabaráttan hófst. Skrifstofur voru opnaðar, fundir haldnir, blöð gefin út. Gunnar og liðsmenn hans sögðu að forseti Íslands ætti að vera „sameiningartákn þjóðarinnar" sem örvaði til samheldni en veitti jafnframt festu og forystu á örlagastundum. Þannig hefði forsetinn „raunverulegt vald" við myndun ríkisstjórna og staðfestingu laga og því þyrfti hann að búa yfir langri reynslu úr heimi stjórnmálanna.Völu Ásgeirsdóttur Thoroddsen var einnig hampað. Saman myndu þau Gunnar vera þjóðarprýði á Bessastöðum og glæstir fulltrúar Íslendinga í útlöndum, rétt eins og Ásgeir Ásgeirsson og frú Dóra Þórhallsdóttir hefðu borið hróður landsins víða. Þar að auki fékk Gunnar Morgunblaðið til að snúast á sveif með sér og flokksforystan lét þau leynilegu boð út ganga að sjálfstæðismenn skyldu kjósa Gunnar. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og aðrir ráðherrar Viðreisnarstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks lýstu opinberlega yfir stuðningi við hann. Um leið beindi stuðningsfólk Gunnars spjótum sínum að Kristjáni Eldjárn. Hann væri í raun rammpólitískur vinstrimaður sem hefði verið í framboði fyrir Framsóknarflokkinn, barist gegn varnarsamstarfi við Bandaríkin og verið á móti sjónvarpsútsendingum varnarliðsins. Sín á milli sögðu hörðustu fylgjendur Gunnars sömuleiðis að fornleifafræðingurinn Kristján vissi ekkert um eðli forsetaembættisins og einn þeirra spaugaði með þá fásinnu að Íslendingar kysu yfir sig „kiðfættan forseta á sauðskinnsskóm". Loks væri Halldóra Eldjárn „púkó" og lítt hæf til að sinna húsfreyjuhlutverki á þeim virðingarstað. Þannig var slúðrið. Því fundu Gunnar og Vala einnig fyrir, líklega í ríkari mæli en Eldjárnshjónin. Fyrr á árum hafði Gunnar stundum neytt áfengis meir en góðu hófi gegndi. Nú var það rifjað upp, ýkt og lagt á versta veg. Saman voru þau sögð gefin fyrir prjál sem líka var ósanngjarnt en að því var ekki spurt. Þetta hafði áhrif á kjósendur þó að það skipti ekki sköpum. Liðsmenn Kristjáns áttu einfaldlega auðvelt með að lýsa kostum hans þannig að fólkið hreifst með. Hinum pólitíska aðdraganda framboðsins var haldið leyndum eftir föngum. Sagt var að frambjóðandinn sjálfur væri löngu hættur öllum afskiptum af stjórnmálum og myndi halda sig utan hins pólitíska sviðs. Kristján Eldjárn væri öðrum fróðari um sögu Íslands og menningu, maður alþýðunnar rétt eins og hin látlausa en virðulega eiginkona hans.Fólkið velur forsetann Við upphaf kosningabaráttunnar hafði Gunnar Thoroddsen sagt um sjálfan sig að „fólkið velur forsetann", kjörorðið sem reyndist Ásgeiri Ásgeirssyni svo vel í forsetakjörinu 1952, ætti ekki við í þetta sinn. Það var öðru nær. Um leið og tilkynnt var um framboð Kristjáns Eldjárns var sem ferskur andblær færi um samfélagið. Fólki fannst það hafa val um eitthvað annað en fulltrúa valdakerfisins og það vildi ekki vísi að erfðaveldi á Bessastöðum. Í raun hefði Gunnar ekki getað valið verri stund til forsetaframboðs. „68-kynslóðin" var í blóma og kunni ekkert endilega að meta öll hans afrek á opinberum vettvangi. Gunnar Thoroddsen var bendlaður við óvinsæla ríkisstjórn sem glímdi við erfiðleika í efnahagsmálum og galt þess auðvitað. Þar að auki höfðu margir eldri sjálfstæðismenn fráleitt fyrirgefið „svikin" frá 1952 þegar Gunnar studdi Ásgeir tengdaföður sinn gegn óskum annarra í forystusveitinni. Síðast en ekki síst höfnuðu landsmenn öllum hræðsluáróðri. Jafnvel hörðustu hægrimenn létu sér í léttu rúmi liggja að Kristján hafði á yngri árum verið á móti því að erlendur her væri í landinu. Forseti ætti að standa utan stjórnmálabaráttunnar og þá væri best að hann hefði ekki verið í henni miðri árum saman. Kristján Eldjárn yrði „ópólitískur". Íslendingar vildu reynsluleysið frekar en reynsluna. Himinn og jörð myndu ekki farast þótt fornleifafræðingurinn yrði valinn fram yfir ambassadorinn og þingmanninn, borgarstjórann og ráðherrann fyrrverandi. Gunnar hafði búið sig of vel og lengi undir að verða forseti. Hann langaði of mikið til að verða forseti. Þannig þjóðhöfðingja vildu Íslendingar ekki.Forsetinn heimakæri Kristján Eldjárn var kjörinn forseti með yfirburðum, hlaut tæpa tvo þriðju atkvæða. Fyrstu árin á forsetastóli urðu honum um sumt erfið. Eitthvað voru þau Halldóra áfram rægð, þau þóttu ekki nógu „höfðingleg" að sumra mati. Tíðarandinn var líka annar, starfsskyldurnar stopulli en seinna varð. Kristján þurfti að fóta sig á nýjum stað og marka sér hlutverk. Forsetinn sat þó ekki með hendur í skauti. Senn fjölgaði fundum, móttökum og veislum og forsetahjónin fóru í viðhafnarferðir innanlands. Ræður hans og ávörp snerust oftar en ekki um sögu lands og þjóðar. Vel komst hann að orði og virtist ná að snerta streng í hjörtum margra Íslendinga jafnvel þótt hann þéraði þá á hátíðarstundum. Á hinn bóginn gátu opinberar heimsóknir Kristjáns til útlanda vart verið færri. Hann hélt til hinna norrænu ríkjanna en lét þar við sitja fyrir utan eina Belgíuför. Forseti hefði gjarnan mátt fara oftar utan því þannig var hægt að vekja athygli á kostum Íslands og málstað þess, til dæmis í þorskastríðunum sem geisuðu í embættistíð Kristjáns. Í þessu efni nálgaðist hógværðin feimni eða jafnvel uppburðarleysi.Fæti skal ekki brugðið fyrir forsætisráðherra … Kristján Eldjárn komst snemma að því að þótt hann ætlaði sér að vera „ópólitískur" í embætti þurfti hann að taka stórpólitískar ákvarðanir. Undan því vékst hann ekki en kappkostaði að sýna hlutlægni og gera öllum stjórnmálaflokkum jafnhátt undir höfði. Það var nýmæli en hiklaust í anda þess sem til var ætlast í stjórnskipun landsins. Sumarið 1970 reyndi fyrst af einhverri alvöru á pólitíska afstöðu forseta. Hafnaði hann þá þeirri málaleitan að staðfesta ekki lög út af umdeildum framkvæmdum við Laxárvirkjun í Mývatnssveit. Ekki fór sú beiðni hátt en styrinn varð heldur betur meiri vorið 1974. Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra leitaði þá samþykkis forseta fyrir því að þing yrði rofið, jafnvel þótt nær öruggt sýndist að meirihluti alþingismanna væri því andsnúinn eins og málum var komið. Kristján þáði ráð vina og embættismanna og rifjaði upp fordæmið frá 1931 þegar meirihluti þings var augljóslega á móti því að til þingrofs kæmi. Þá hafði forsætisráðherrann sitt fram með atbeina þjóðhöfðingjans, Kristjáns X. í Kaupmannahöfn. Ólafur Jóhannesson hafði verið prófessor í stjórnskipunarrétti og kvaðst kunna sitt fag; forseti væri „skyldugur" til að verða við „tilmælum" forsætisráðherra. Kristján Eldjárn taldi því rétt að rjúfa þing enda gæti forseti „ekki með nokkru móti brugðið fæti fyrir forsætisráðherra nema með því að steypa sér og embætti sínu í ógurlegan háska og trufla stórkostlega allan gang stjórnmálanna". Þar að auki hafði Kristján fullvissað sig um að nær vonlaust var að mynda nýja ríkisstjórn sem nyti meirihluta þess þings sem sæti. Skynsamlegast væri því að láta gott heita og boða til kosninga þar sem nýr þjóðarvilji kæmi fram. Aftur á móti réð þingrofið 1974 miklu um það að stjórnarskrá var síðar breytt á þann veg að nú er ómögulegt að rjúfa þing þannig að þingheimur missi samstundis umboð sitt eins og þá var gert.Hlutlægni og sanngirni Stjórnarmyndanir að loknum alþingiskosningum 1971 og 1974 gengu sæmilega fyrir sig en sumarið 1978 syrti í álinn. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur guldu þá afhroð í kosningum en Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur unnu stórsigra. Um leið var ljóst að illa gæti gengið að mynda meirihlutastjórn. Fyrst fékk Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, að spreyta sig og síðan Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Ekki gekk það og þá lá beint fyrir að Lúðvík Jósepsson, for maður Alþýðubandalagsins, fengi umboð forseta til stjórnarmyndunar. „Ópólitíski" for setinn tók að sjálfsögðu þá hlutlægu ákvörðun en uppskar hneykslun Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins. Sósíalistar áttu áfram að vera utangarðs við stjórnarmyndanir, í anda Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar. Áður en yfir lauk höfðu formenn allra flokkanna haft umboð forseta til stjórnarmyndunar. Um síðir tókst að mynda ríkisstjórn en hún hrökklaðist frá völdum haustið 1979. Kristján Eldjárn sýndi þá á ný að þótt hann væri „ópólitískur" gripi hann til sinna ráða ef með þyrfti. Forseti lét í það skína að yrði ekki mynduð ný stjórn hið snarasta skipaði hann eigin utanþingsstjórn. Þetta vopn virkaði og aftur snemma árs 1980 þegar formönnum stjórnmálaflokkanna fjögurra hafði öllum mistekist að mynda stjórn. Þá vofði utanþingsstjórn yfir en Gunnar Thoroddsen varð fyrri til að mynda sína umdeildu ríkisstjórn. Hefði Kristján Eldjárn mátt vera enn íhlutunarsamari? Hefðu stjórnarmyndanir þá gengið betur? Þess spurði hann sjálfur en svaraði réttilega að það stoðaði lítt að gera forsetann að blóraböggli. Vandinn lá á vettvangi stjórnmálanna. Þar skipti ekki síst máli að tveir flokksforingjanna, Benedikt Gröndal og Geir Hallgrímsson, voru of veikburða í flokkum sínum og skorti jafnframt eindreginn vilja til valda.Enginn er ómissandi Á nýársdag 1980 tilkynnti Kristján Eldjárnað hann léti af embætti um sumarið. Stjórnar kreppa ríkti og vinir forseta höfðu skorað á hann að sitja áfram út af þeirri óvissu sem virtist fram undan. Kristján hvikaði hins vegar hvergi, enda væru tólf ár æskilegur tími á Bessastöðum: „Og enginn hefur gott af því að komast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissandi." Kristján hvarf á braut en lést fyrir aldur fram árið 1982. Fyrstur forseta kostaði hann kapps að láta ekki eigin skoðanir hafa áhrif á gang stjórnmálabaráttunnar. Hann sinnti embættinu eins og til er ætlast í stjórn skipun landsins og uppskar eftir því. Kristján Eldjárn má örugglega teljast farsælasti forseti lýðveldisins. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Kristjáni Eldjárn tókst hvort tveggja, að láta til sín taka á hinu pólitíska sviði þegar nauðsyn krafði en vera um leið sameiningartákn sem langflestir kunnu að meta. Guðni Th. Jóhannesson fjallar um farsælasta forseta lýðveldisins. Í nýársávarpi sínu 1968 staðfesti Ásgeir Ásgeirsson forseti að hann hygðist láta gott heita um sumarið eftir 16 ár á Bessastöðum. Um leið var almannarómur á þá leið að Gunnar Thoroddsen, tengdasonur hans, tæki væntanlega við embættinu. Sumarið 1965 hafði Gunnar gefið upp ráðherradóm, hætt á Alþingi og látið af varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum. Í staðinn gerðist hann sendiherra í Kaupmannahöfn og undirbjó framboð á laun. Snemma árs 1968 virtist hann eiga sigurinn vísan; í óformlegum skoðanakönnunum bar hann höfuð og herðar yfir aðra sem nefndir voru til sögunnar. Forystumenn í Alþýðubandalagi, Alþýðuflokki og Framsóknarflokki vildu hins vegar allt til vinna svo að Gunnar Thoroddsen kæmist ekki til æðstu metorða á Íslandi. Til margra var leitað en hvorki gekk né rak. Um síðir mændu menn helst vonaraugum til Kristjáns Eldjárns þjóðminjavarðar. Hann þótti vandaður maður og var vinsæll, ekki síst fyrir sjónvarpsþætti um forna muni og minjar. En Kristján var tregur til. Snemma í mars 1968 leit enn út fyrir að enginn yrði í framboði til forseta um sumarið nema Gunnar Thoroddsen. Nánast á síðustu stundu lét Kristján Eldjárn þó undan. Þá hafði honum verið færður heim sanninn um að sannkölluð breiðfylking áhrifamanna úr öllum flokkum styddi framboð hans. Munaði þar ekki síst um atbeina Péturs Benediktssonar, bróður Bjarna forsætisráðherra. Pétur hafði ímugust á Gunnari Thoroddsen.„Kiðfættur forseti á sauðskinnsskóm" Kosningabaráttan hófst. Skrifstofur voru opnaðar, fundir haldnir, blöð gefin út. Gunnar og liðsmenn hans sögðu að forseti Íslands ætti að vera „sameiningartákn þjóðarinnar" sem örvaði til samheldni en veitti jafnframt festu og forystu á örlagastundum. Þannig hefði forsetinn „raunverulegt vald" við myndun ríkisstjórna og staðfestingu laga og því þyrfti hann að búa yfir langri reynslu úr heimi stjórnmálanna.Völu Ásgeirsdóttur Thoroddsen var einnig hampað. Saman myndu þau Gunnar vera þjóðarprýði á Bessastöðum og glæstir fulltrúar Íslendinga í útlöndum, rétt eins og Ásgeir Ásgeirsson og frú Dóra Þórhallsdóttir hefðu borið hróður landsins víða. Þar að auki fékk Gunnar Morgunblaðið til að snúast á sveif með sér og flokksforystan lét þau leynilegu boð út ganga að sjálfstæðismenn skyldu kjósa Gunnar. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og aðrir ráðherrar Viðreisnarstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks lýstu opinberlega yfir stuðningi við hann. Um leið beindi stuðningsfólk Gunnars spjótum sínum að Kristjáni Eldjárn. Hann væri í raun rammpólitískur vinstrimaður sem hefði verið í framboði fyrir Framsóknarflokkinn, barist gegn varnarsamstarfi við Bandaríkin og verið á móti sjónvarpsútsendingum varnarliðsins. Sín á milli sögðu hörðustu fylgjendur Gunnars sömuleiðis að fornleifafræðingurinn Kristján vissi ekkert um eðli forsetaembættisins og einn þeirra spaugaði með þá fásinnu að Íslendingar kysu yfir sig „kiðfættan forseta á sauðskinnsskóm". Loks væri Halldóra Eldjárn „púkó" og lítt hæf til að sinna húsfreyjuhlutverki á þeim virðingarstað. Þannig var slúðrið. Því fundu Gunnar og Vala einnig fyrir, líklega í ríkari mæli en Eldjárnshjónin. Fyrr á árum hafði Gunnar stundum neytt áfengis meir en góðu hófi gegndi. Nú var það rifjað upp, ýkt og lagt á versta veg. Saman voru þau sögð gefin fyrir prjál sem líka var ósanngjarnt en að því var ekki spurt. Þetta hafði áhrif á kjósendur þó að það skipti ekki sköpum. Liðsmenn Kristjáns áttu einfaldlega auðvelt með að lýsa kostum hans þannig að fólkið hreifst með. Hinum pólitíska aðdraganda framboðsins var haldið leyndum eftir föngum. Sagt var að frambjóðandinn sjálfur væri löngu hættur öllum afskiptum af stjórnmálum og myndi halda sig utan hins pólitíska sviðs. Kristján Eldjárn væri öðrum fróðari um sögu Íslands og menningu, maður alþýðunnar rétt eins og hin látlausa en virðulega eiginkona hans.Fólkið velur forsetann Við upphaf kosningabaráttunnar hafði Gunnar Thoroddsen sagt um sjálfan sig að „fólkið velur forsetann", kjörorðið sem reyndist Ásgeiri Ásgeirssyni svo vel í forsetakjörinu 1952, ætti ekki við í þetta sinn. Það var öðru nær. Um leið og tilkynnt var um framboð Kristjáns Eldjárns var sem ferskur andblær færi um samfélagið. Fólki fannst það hafa val um eitthvað annað en fulltrúa valdakerfisins og það vildi ekki vísi að erfðaveldi á Bessastöðum. Í raun hefði Gunnar ekki getað valið verri stund til forsetaframboðs. „68-kynslóðin" var í blóma og kunni ekkert endilega að meta öll hans afrek á opinberum vettvangi. Gunnar Thoroddsen var bendlaður við óvinsæla ríkisstjórn sem glímdi við erfiðleika í efnahagsmálum og galt þess auðvitað. Þar að auki höfðu margir eldri sjálfstæðismenn fráleitt fyrirgefið „svikin" frá 1952 þegar Gunnar studdi Ásgeir tengdaföður sinn gegn óskum annarra í forystusveitinni. Síðast en ekki síst höfnuðu landsmenn öllum hræðsluáróðri. Jafnvel hörðustu hægrimenn létu sér í léttu rúmi liggja að Kristján hafði á yngri árum verið á móti því að erlendur her væri í landinu. Forseti ætti að standa utan stjórnmálabaráttunnar og þá væri best að hann hefði ekki verið í henni miðri árum saman. Kristján Eldjárn yrði „ópólitískur". Íslendingar vildu reynsluleysið frekar en reynsluna. Himinn og jörð myndu ekki farast þótt fornleifafræðingurinn yrði valinn fram yfir ambassadorinn og þingmanninn, borgarstjórann og ráðherrann fyrrverandi. Gunnar hafði búið sig of vel og lengi undir að verða forseti. Hann langaði of mikið til að verða forseti. Þannig þjóðhöfðingja vildu Íslendingar ekki.Forsetinn heimakæri Kristján Eldjárn var kjörinn forseti með yfirburðum, hlaut tæpa tvo þriðju atkvæða. Fyrstu árin á forsetastóli urðu honum um sumt erfið. Eitthvað voru þau Halldóra áfram rægð, þau þóttu ekki nógu „höfðingleg" að sumra mati. Tíðarandinn var líka annar, starfsskyldurnar stopulli en seinna varð. Kristján þurfti að fóta sig á nýjum stað og marka sér hlutverk. Forsetinn sat þó ekki með hendur í skauti. Senn fjölgaði fundum, móttökum og veislum og forsetahjónin fóru í viðhafnarferðir innanlands. Ræður hans og ávörp snerust oftar en ekki um sögu lands og þjóðar. Vel komst hann að orði og virtist ná að snerta streng í hjörtum margra Íslendinga jafnvel þótt hann þéraði þá á hátíðarstundum. Á hinn bóginn gátu opinberar heimsóknir Kristjáns til útlanda vart verið færri. Hann hélt til hinna norrænu ríkjanna en lét þar við sitja fyrir utan eina Belgíuför. Forseti hefði gjarnan mátt fara oftar utan því þannig var hægt að vekja athygli á kostum Íslands og málstað þess, til dæmis í þorskastríðunum sem geisuðu í embættistíð Kristjáns. Í þessu efni nálgaðist hógværðin feimni eða jafnvel uppburðarleysi.Fæti skal ekki brugðið fyrir forsætisráðherra … Kristján Eldjárn komst snemma að því að þótt hann ætlaði sér að vera „ópólitískur" í embætti þurfti hann að taka stórpólitískar ákvarðanir. Undan því vékst hann ekki en kappkostaði að sýna hlutlægni og gera öllum stjórnmálaflokkum jafnhátt undir höfði. Það var nýmæli en hiklaust í anda þess sem til var ætlast í stjórnskipun landsins. Sumarið 1970 reyndi fyrst af einhverri alvöru á pólitíska afstöðu forseta. Hafnaði hann þá þeirri málaleitan að staðfesta ekki lög út af umdeildum framkvæmdum við Laxárvirkjun í Mývatnssveit. Ekki fór sú beiðni hátt en styrinn varð heldur betur meiri vorið 1974. Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra leitaði þá samþykkis forseta fyrir því að þing yrði rofið, jafnvel þótt nær öruggt sýndist að meirihluti alþingismanna væri því andsnúinn eins og málum var komið. Kristján þáði ráð vina og embættismanna og rifjaði upp fordæmið frá 1931 þegar meirihluti þings var augljóslega á móti því að til þingrofs kæmi. Þá hafði forsætisráðherrann sitt fram með atbeina þjóðhöfðingjans, Kristjáns X. í Kaupmannahöfn. Ólafur Jóhannesson hafði verið prófessor í stjórnskipunarrétti og kvaðst kunna sitt fag; forseti væri „skyldugur" til að verða við „tilmælum" forsætisráðherra. Kristján Eldjárn taldi því rétt að rjúfa þing enda gæti forseti „ekki með nokkru móti brugðið fæti fyrir forsætisráðherra nema með því að steypa sér og embætti sínu í ógurlegan háska og trufla stórkostlega allan gang stjórnmálanna". Þar að auki hafði Kristján fullvissað sig um að nær vonlaust var að mynda nýja ríkisstjórn sem nyti meirihluta þess þings sem sæti. Skynsamlegast væri því að láta gott heita og boða til kosninga þar sem nýr þjóðarvilji kæmi fram. Aftur á móti réð þingrofið 1974 miklu um það að stjórnarskrá var síðar breytt á þann veg að nú er ómögulegt að rjúfa þing þannig að þingheimur missi samstundis umboð sitt eins og þá var gert.Hlutlægni og sanngirni Stjórnarmyndanir að loknum alþingiskosningum 1971 og 1974 gengu sæmilega fyrir sig en sumarið 1978 syrti í álinn. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur guldu þá afhroð í kosningum en Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur unnu stórsigra. Um leið var ljóst að illa gæti gengið að mynda meirihlutastjórn. Fyrst fékk Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, að spreyta sig og síðan Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Ekki gekk það og þá lá beint fyrir að Lúðvík Jósepsson, for maður Alþýðubandalagsins, fengi umboð forseta til stjórnarmyndunar. „Ópólitíski" for setinn tók að sjálfsögðu þá hlutlægu ákvörðun en uppskar hneykslun Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins. Sósíalistar áttu áfram að vera utangarðs við stjórnarmyndanir, í anda Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar. Áður en yfir lauk höfðu formenn allra flokkanna haft umboð forseta til stjórnarmyndunar. Um síðir tókst að mynda ríkisstjórn en hún hrökklaðist frá völdum haustið 1979. Kristján Eldjárn sýndi þá á ný að þótt hann væri „ópólitískur" gripi hann til sinna ráða ef með þyrfti. Forseti lét í það skína að yrði ekki mynduð ný stjórn hið snarasta skipaði hann eigin utanþingsstjórn. Þetta vopn virkaði og aftur snemma árs 1980 þegar formönnum stjórnmálaflokkanna fjögurra hafði öllum mistekist að mynda stjórn. Þá vofði utanþingsstjórn yfir en Gunnar Thoroddsen varð fyrri til að mynda sína umdeildu ríkisstjórn. Hefði Kristján Eldjárn mátt vera enn íhlutunarsamari? Hefðu stjórnarmyndanir þá gengið betur? Þess spurði hann sjálfur en svaraði réttilega að það stoðaði lítt að gera forsetann að blóraböggli. Vandinn lá á vettvangi stjórnmálanna. Þar skipti ekki síst máli að tveir flokksforingjanna, Benedikt Gröndal og Geir Hallgrímsson, voru of veikburða í flokkum sínum og skorti jafnframt eindreginn vilja til valda.Enginn er ómissandi Á nýársdag 1980 tilkynnti Kristján Eldjárnað hann léti af embætti um sumarið. Stjórnar kreppa ríkti og vinir forseta höfðu skorað á hann að sitja áfram út af þeirri óvissu sem virtist fram undan. Kristján hvikaði hins vegar hvergi, enda væru tólf ár æskilegur tími á Bessastöðum: „Og enginn hefur gott af því að komast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissandi." Kristján hvarf á braut en lést fyrir aldur fram árið 1982. Fyrstur forseta kostaði hann kapps að láta ekki eigin skoðanir hafa áhrif á gang stjórnmálabaráttunnar. Hann sinnti embættinu eins og til er ætlast í stjórn skipun landsins og uppskar eftir því. Kristján Eldjárn má örugglega teljast farsælasti forseti lýðveldisins.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira