Handknattleiksmaðurinn Björgvin Hólmgeirsson hefur gert tveggja ára samning við ÍR og mun spila með nýliðunum í N1 deild karla næsta vetur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍR.
Björgvin er ÍR-ingum að góðu kunnur enda lék hann handknattleik með ÍR upp alla yngriflokkana. Björgvin lék síðastliðið keppnistímabil í Þýskalandi og þar áður með Haukum í Hafnarfirði.
Björgvin er mjög mikilvæg viðbót í ört stækkandi hóp leikmanna sem mun leika í N1 deildinni næsta vetur. Hann er ekki fyrsta stóra nafnið til að snúa aftur í Breiðholtið því áður höfðu Ingimundur Ingimundarson og Sturla Ásgeirsson samið við ÍR.
Björgvin spilar með ÍR - ÍR-ingar streyma heim í Breiðholtið
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
