Fréttaskýring: Nýmarkaðsríkin komast til enn meiri áhrifa Magnús Halldórsson skrifar 19. júní 2012 15:28 Frá Peking, höfuðborg Kína. Þar hefur átt sér stað ótrúleg uppbygging á síðustu árum. Kínverjar hafa verið að þrýsta á um aukin völd á alþjóðavettvangi, nú síðast innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) fyrir þetta ár gerir ráð fyrir að nýmarkaðsríkin (BRICS), með Indland og Kína í broddi fylkingar, muni standa undir meira en 60 prósent alls hagvaxtar í heiminum. Til BRICS-landanna teljast Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður Afríka. Kína og Indland vega þyngst af þessum löndum, enda samanlagður íbúafjöldi landanna um 2,5 milljarður manna, 1,1 milljarður í Indlandi og 1,4 milljarður í Kína. Það nemur um 35 prósent af heildaríbúafjölda í heiminum, sem er ríflega sjö milljarðar. Miklar upphæðir BRICS-löndin tilkynntu um það í dag, á fundi 20 stærstu iðnríkja heims (G20), að þau ætluðu sér að styðja enn meira við AGS, ekki síst vegna erfiðleika í Evrópu. Öll löndin leggja fram 10 milljarða dala, eða sem nemur 1.250 milljörðum króna. Samanlagt framlag þjóðanna til AGS er því um 6.250 milljarðar króna. Kínverjar ákváðu síðan að leggja sérstökum björgunarsjóði AGS (Crisis Intervention Fund) til 43 milljarða dala, sem nemur um 5.375 milljörðum króna. Í sjóðnum eru nú til reiðu 456 milljarðar dala, eða sem nemur um 57 þúsund milljörðum króna, sem nýta á til þess að bjarga skuldugum þjóðum frá frekari vanda á næstu misserum. Fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins að framlög BRICS-landanna séu háð því að löndin fái meiri aðgang að stjórnun sjóðsins á ýmsum vígstöðum. Með þessu komist löndin til enn frekari valda á þeim stöðum þar sem miklu er stjórnað, það úr fundarherbergjum AGS. Ótrúlegt umfang Umfang björgunarsjóðs Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur aukist mikið á skömmum tíma og er honum nú ætlað mikil hlutverk þegar kemur að vandamálum ríkja víðs vegar í heiminum, ekki síst í Evrópu undanfarin misseri. Þrýstingurinn frá BRICS-löndunum snýr ekki síst um heildarhagsmunina sem eru í húfi, að því er Wall Street Journal greindi frá í morgun. Það er mikil og djúp kreppa á evrusvæðinu hefur áhrif á efnahag BRICS-landanna, og öfugt. Þannig getur minni hagvöxtur en reiknað var með í Kína lengt kreppuna í Evrópu og dýpkað vandamálin mikið. Vandamálin eru því mikil að umfangi, hvernig sem á þau er litið, og erfitt að segja til um hver þróun mála verður. Kuldi og hiti Helsta viðfangsefni kínverskra stjórnvalda að undanförnu hefur verið að „kæla" hagkerfið í Kína, þ.e. að draga úr ofhitnun, ekki síst á fasteignamarkaði. Á undanförnu ári hefur fasteignaverð í 55 af 70 borgum í Kína lækkað, og þá hefur hagvöxtur mælst örlítið undir væntingum, eða um 8 prósent í stað 9 prósent eins og hagvaxtarspá AGS fyrir þetta ár gerði ráð fyrir. Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) fyrir þetta ár gerir ráð fyrir að nýmarkaðsríkin (BRICS), með Indland og Kína í broddi fylkingar, muni standa undir meira en 60 prósent alls hagvaxtar í heiminum. Til BRICS-landanna teljast Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður Afríka. Kína og Indland vega þyngst af þessum löndum, enda samanlagður íbúafjöldi landanna um 2,5 milljarður manna, 1,1 milljarður í Indlandi og 1,4 milljarður í Kína. Það nemur um 35 prósent af heildaríbúafjölda í heiminum, sem er ríflega sjö milljarðar. Miklar upphæðir BRICS-löndin tilkynntu um það í dag, á fundi 20 stærstu iðnríkja heims (G20), að þau ætluðu sér að styðja enn meira við AGS, ekki síst vegna erfiðleika í Evrópu. Öll löndin leggja fram 10 milljarða dala, eða sem nemur 1.250 milljörðum króna. Samanlagt framlag þjóðanna til AGS er því um 6.250 milljarðar króna. Kínverjar ákváðu síðan að leggja sérstökum björgunarsjóði AGS (Crisis Intervention Fund) til 43 milljarða dala, sem nemur um 5.375 milljörðum króna. Í sjóðnum eru nú til reiðu 456 milljarðar dala, eða sem nemur um 57 þúsund milljörðum króna, sem nýta á til þess að bjarga skuldugum þjóðum frá frekari vanda á næstu misserum. Fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins að framlög BRICS-landanna séu háð því að löndin fái meiri aðgang að stjórnun sjóðsins á ýmsum vígstöðum. Með þessu komist löndin til enn frekari valda á þeim stöðum þar sem miklu er stjórnað, það úr fundarherbergjum AGS. Ótrúlegt umfang Umfang björgunarsjóðs Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur aukist mikið á skömmum tíma og er honum nú ætlað mikil hlutverk þegar kemur að vandamálum ríkja víðs vegar í heiminum, ekki síst í Evrópu undanfarin misseri. Þrýstingurinn frá BRICS-löndunum snýr ekki síst um heildarhagsmunina sem eru í húfi, að því er Wall Street Journal greindi frá í morgun. Það er mikil og djúp kreppa á evrusvæðinu hefur áhrif á efnahag BRICS-landanna, og öfugt. Þannig getur minni hagvöxtur en reiknað var með í Kína lengt kreppuna í Evrópu og dýpkað vandamálin mikið. Vandamálin eru því mikil að umfangi, hvernig sem á þau er litið, og erfitt að segja til um hver þróun mála verður. Kuldi og hiti Helsta viðfangsefni kínverskra stjórnvalda að undanförnu hefur verið að „kæla" hagkerfið í Kína, þ.e. að draga úr ofhitnun, ekki síst á fasteignamarkaði. Á undanförnu ári hefur fasteignaverð í 55 af 70 borgum í Kína lækkað, og þá hefur hagvöxtur mælst örlítið undir væntingum, eða um 8 prósent í stað 9 prósent eins og hagvaxtarspá AGS fyrir þetta ár gerði ráð fyrir.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent