Microsoft gerir atlögu að Apple - Surface kynnt til sögunnar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. júní 2012 19:45 Tæknirisinn Microsoft ryður sér nú til rúms á spjaldtölvumarkaðinum en Steve Ballmer, stjórnarformaður fyrirtækisins, opinberaði hina nýstárlegu Surface spjaldtölvu um helgina. Surface hefur vakið mikla athygli en hönnun hennar þykir afar frumleg. Spjaldtölvan er knúin af nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows 8, og munu viðskiptavinir Microsoft geta valið milli Intel eða ARM örjörva. Þannig verður hægt að keyra öll helstu forrit Windows stýrikerfisins í Surface, þar á meðal Office hugbúnaðarpakkann og myndvinnsluforritið Photoshop.Surface verður knúin af Windows 8 stýrikerfinu.mynd/APNokkur tæknifyrirtæki hafa þó gagnrýnt Microsoft fyrir að þróa sína eigin spjaldtölvu en fjölmargar spjaldtölvur koma til með að nota Windows 8 stýrkerfið þegar það kemur á markað. Ballmer gefur þó lítið fyrir áhyggjur fyrirtækjanna. Hann bendir á að það sé nauðsynlegt fyrir Microsoft að bjóða upp á viðeigandi tækjabúnað fyrir hugbúnað sinn. Snertiskjár Surface er 11 tommur að stærð og er umgjörð hennar úr steyptu magnesíni. Þá verður hægt að tengja lyklaborð við tölvuna. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir Surface hér fyrir ofan. Áhugasamir geta síðan kynnt sér ítarlega umfjöllun tæknifréttasíðunnar The Verge um spjaldtölvuna. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tæknirisinn Microsoft ryður sér nú til rúms á spjaldtölvumarkaðinum en Steve Ballmer, stjórnarformaður fyrirtækisins, opinberaði hina nýstárlegu Surface spjaldtölvu um helgina. Surface hefur vakið mikla athygli en hönnun hennar þykir afar frumleg. Spjaldtölvan er knúin af nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows 8, og munu viðskiptavinir Microsoft geta valið milli Intel eða ARM örjörva. Þannig verður hægt að keyra öll helstu forrit Windows stýrikerfisins í Surface, þar á meðal Office hugbúnaðarpakkann og myndvinnsluforritið Photoshop.Surface verður knúin af Windows 8 stýrikerfinu.mynd/APNokkur tæknifyrirtæki hafa þó gagnrýnt Microsoft fyrir að þróa sína eigin spjaldtölvu en fjölmargar spjaldtölvur koma til með að nota Windows 8 stýrkerfið þegar það kemur á markað. Ballmer gefur þó lítið fyrir áhyggjur fyrirtækjanna. Hann bendir á að það sé nauðsynlegt fyrir Microsoft að bjóða upp á viðeigandi tækjabúnað fyrir hugbúnað sinn. Snertiskjár Surface er 11 tommur að stærð og er umgjörð hennar úr steyptu magnesíni. Þá verður hægt að tengja lyklaborð við tölvuna. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir Surface hér fyrir ofan. Áhugasamir geta síðan kynnt sér ítarlega umfjöllun tæknifréttasíðunnar The Verge um spjaldtölvuna.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira