Ný könnun Stöðvar 2: Ólafur Ragnar 56% - Þóra 34% Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júní 2012 18:30 Ólafur Ragnar Grímsson mælist með afgerandi forystu, eða 56 prósenta fylgi þeirra sem tóku afstöðu, en Þóra Arnórsdóttir með 34 prósent, í nýrri skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins, þar sem fimmtán hundruð manns svöruðu. Saman mælast þau tvö með yfir níutíu prósent fylgis meðal þeirra sem hafa ákveðið sig en aðrir forsetaframbjóðendur samanlagt með innan við tíu prósent. 27,5 prósent segjast óákveðnir. Þetta er stærsta úrtak í könnun til þessa fyrir komandi forsetakosningar. Hringt var í 2.214 manns í gær og í fyrradag, á miðvikudag og fimmtudag, samkvæmt slembiúrtaki úr þjóðskrá, og náðist í 1.503 kjósendur, sem skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega rétt eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvern myndir þú kjósa til embættis forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú? Af 1.503 sögðust 9 ætla að kjósa Andreu, eða 0,6 prósent, Ara Trausta 58 eða 3,9 prósent, Ástþór 9 eða 0,6 prósent, þrír sögðust kjósa Hannes eða 0,2 prósent, Herdísi 16 eða 1,1 prósent, Ólaf Ragnar 563 eða 37,5 prósent og Þóru 341 eða 22,7 prósent. 3,8 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu, óákveðnir sögðust 27,5 prósent og 2,3 prósent neituðu að svara.Tveir af hverjum þremur tóku þannig afstöðu og meðal þeirra mældist Andrea með 0,9 prósent, Ari Trausti með 5,8%, Ástþór með 0,9%, Hannes með 0,3%, Herdís með 1,6%, Ólafur Ragnar með 56,4% og Þóra með 34,1%. Þau tvö mældust þannig með 90,5 prósent en aðrir með 9,5 prósent samanlagt.Fylgi Ólafs Ragnars mældist áberandi meira meðal karla. 62 prósent karla sögðust kjósa hann en Þóru 27 prósent karla. Aðrir mældust samanlagt með 11 prósent. Meðal kvenna var bilið minna, 50 prósent kvenna sögðust ætla að kjósa Ólaf en Þóru 42 prósent kvenna. Aðrir frambjóðendur með 8 prósent samanlagt.Sömuleiðis var munur á fylgi eftir búsetu. Þannig mældist Ólafur með 55 prósent á höfuðborgarsvæðinu en Þóra 36 prósent en á landsbyggðinni mældist Ólafur með 60 prósent meðan Þóra mældist með 29 prósent. Fylgi annarra var samtals í kringum tíu prósent. Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson mælist með afgerandi forystu, eða 56 prósenta fylgi þeirra sem tóku afstöðu, en Þóra Arnórsdóttir með 34 prósent, í nýrri skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins, þar sem fimmtán hundruð manns svöruðu. Saman mælast þau tvö með yfir níutíu prósent fylgis meðal þeirra sem hafa ákveðið sig en aðrir forsetaframbjóðendur samanlagt með innan við tíu prósent. 27,5 prósent segjast óákveðnir. Þetta er stærsta úrtak í könnun til þessa fyrir komandi forsetakosningar. Hringt var í 2.214 manns í gær og í fyrradag, á miðvikudag og fimmtudag, samkvæmt slembiúrtaki úr þjóðskrá, og náðist í 1.503 kjósendur, sem skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega rétt eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvern myndir þú kjósa til embættis forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú? Af 1.503 sögðust 9 ætla að kjósa Andreu, eða 0,6 prósent, Ara Trausta 58 eða 3,9 prósent, Ástþór 9 eða 0,6 prósent, þrír sögðust kjósa Hannes eða 0,2 prósent, Herdísi 16 eða 1,1 prósent, Ólaf Ragnar 563 eða 37,5 prósent og Þóru 341 eða 22,7 prósent. 3,8 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu, óákveðnir sögðust 27,5 prósent og 2,3 prósent neituðu að svara.Tveir af hverjum þremur tóku þannig afstöðu og meðal þeirra mældist Andrea með 0,9 prósent, Ari Trausti með 5,8%, Ástþór með 0,9%, Hannes með 0,3%, Herdís með 1,6%, Ólafur Ragnar með 56,4% og Þóra með 34,1%. Þau tvö mældust þannig með 90,5 prósent en aðrir með 9,5 prósent samanlagt.Fylgi Ólafs Ragnars mældist áberandi meira meðal karla. 62 prósent karla sögðust kjósa hann en Þóru 27 prósent karla. Aðrir mældust samanlagt með 11 prósent. Meðal kvenna var bilið minna, 50 prósent kvenna sögðust ætla að kjósa Ólaf en Þóru 42 prósent kvenna. Aðrir frambjóðendur með 8 prósent samanlagt.Sömuleiðis var munur á fylgi eftir búsetu. Þannig mældist Ólafur með 55 prósent á höfuðborgarsvæðinu en Þóra 36 prósent en á landsbyggðinni mældist Ólafur með 60 prósent meðan Þóra mældist með 29 prósent. Fylgi annarra var samtals í kringum tíu prósent.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira