Of snemmt að afskrifa Þóru - kosningabaráttan farin að snúast um ESB Höskuldur Kári Schram skrifar 2. júní 2012 12:04 Bessastaðir. Prófessor í stjórnmálafræði segir of snemmt að afskrifa Þóru Arnórsdóttur þrátt fyrir að hún mælist nú með ríflega tuttugu prósentustiga minna fylgi en Ólafur Ragnar Grímsson. Hann segir að Ólafi hafi tekist að láta kosningabaráttuna snúast um afstöðu manni til Evrópusambandsins. Rösklega 56 prósent kjósenda styðja Ólaf Ragnar Grímsson til áframhaldandi setu á Bessastöðum samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Þóra mælist með þrjátíu og fjögurra prósenta stuðning. Saman mælast þau tvö með yfir níutíu prósenta fylgi en aðrir forsetaframbjóðendur með innan við tíu prósent. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri segir að Ólafi hafi tekist að láta kosningabaráttuna snúast um afstöðu manna til Evrópusambandsins „Í Sprengisandsviðtalinu, sem er tímapunktur í hans baráttu, þá gerði hann utanríkismál mjög að umtalsefni og skaut skotum að Þóru í því sambandi og honum virðist hafa á mjög stuttum tíma hafa tekist að láta kosningabaráttuna að einhverju leyti að snúast um afstöðunnar til ESB og tengd mál," Grétar Þór. Grétar segir þó of snemmt að afskrifa Þóru enda séu rúmar fjórar vikur til kosninga. „Það er alveg ljóst að hún verður að gera eitthvað til að snúa þessari þróun við. sama hátt og Ólafur var undir í könnunum og greip þá til þessarar ráða að reyna skilgreina baráttuna sér í hag og honum tókst það en ég vil ekki afskrifa Þóru,"segir Grétar. Hvað með aðra frambjóðendur sem eru að mælast með undir fimm prósenta fylgi eiga þeir einhvern möguleika í þessari stöðu? „Þetta virðist vera við mjög ramman reip að draga. Ari Trausti hafði verið að mælast með um eða yfir 10 prósent en núna er hann komin undir fimm samkvæmt síðustu könnun. Það er vísbending um að þessi kosningabarátta sé farin að snúast um þessi tvö og hinir séu hreinlega ekki með í þessu lengur," segir Grétar að lokum. Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Prófessor í stjórnmálafræði segir of snemmt að afskrifa Þóru Arnórsdóttur þrátt fyrir að hún mælist nú með ríflega tuttugu prósentustiga minna fylgi en Ólafur Ragnar Grímsson. Hann segir að Ólafi hafi tekist að láta kosningabaráttuna snúast um afstöðu manni til Evrópusambandsins. Rösklega 56 prósent kjósenda styðja Ólaf Ragnar Grímsson til áframhaldandi setu á Bessastöðum samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Þóra mælist með þrjátíu og fjögurra prósenta stuðning. Saman mælast þau tvö með yfir níutíu prósenta fylgi en aðrir forsetaframbjóðendur með innan við tíu prósent. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri segir að Ólafi hafi tekist að láta kosningabaráttuna snúast um afstöðu manna til Evrópusambandsins „Í Sprengisandsviðtalinu, sem er tímapunktur í hans baráttu, þá gerði hann utanríkismál mjög að umtalsefni og skaut skotum að Þóru í því sambandi og honum virðist hafa á mjög stuttum tíma hafa tekist að láta kosningabaráttuna að einhverju leyti að snúast um afstöðunnar til ESB og tengd mál," Grétar Þór. Grétar segir þó of snemmt að afskrifa Þóru enda séu rúmar fjórar vikur til kosninga. „Það er alveg ljóst að hún verður að gera eitthvað til að snúa þessari þróun við. sama hátt og Ólafur var undir í könnunum og greip þá til þessarar ráða að reyna skilgreina baráttuna sér í hag og honum tókst það en ég vil ekki afskrifa Þóru,"segir Grétar. Hvað með aðra frambjóðendur sem eru að mælast með undir fimm prósenta fylgi eiga þeir einhvern möguleika í þessari stöðu? „Þetta virðist vera við mjög ramman reip að draga. Ari Trausti hafði verið að mælast með um eða yfir 10 prósent en núna er hann komin undir fimm samkvæmt síðustu könnun. Það er vísbending um að þessi kosningabarátta sé farin að snúast um þessi tvö og hinir séu hreinlega ekki með í þessu lengur," segir Grétar að lokum.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira