Áhugi Frakka á íslenskri matargerð að aukast Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. júní 2012 10:42 Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Frakka í sendiráðsbústaðnum í París. mynd/ elly. Áhugi Frakka á íslenskum mat hefur aukist mikið að undanförnu, segir Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslendinga í Frakklandi. Vísir náði tali af henni í sendiráðsbústaðnum í París fyrir helgi. „Það hafa verið þrjár kynningar á íslenskum mat hérna á mjög stuttum tíma," segir Berglind í samtali við Vísi. Hún bendir á að formaður heimssamtaka kokka sé Íslendingur, Gissur Guðmundsson, og hann hafi aðstöðu í sendiráðinu í París. „Í gegnum hann höfum við náð inn í þekkta matreiðsluskóla eins og Le Cordon Bleu og það er alveg ljóst að það sem hann er að gera vekur mikinn áhuga á íslenskri matarmenningu," segir Berglind. Berglind bendir á að hingað til hafi Íslendingar alltaf talað um að þeir hefðu úrvals hráefni. „Að við séum með stórkostlega fisk og lambakjöt, en matreiðslan og ímynd skiptir miklu máli," segir Berglind. Frakkar séu í auknu mæli farnir að tileinka sér íslenska matargerð í heild sinni. Matur Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Áhugi Frakka á íslenskum mat hefur aukist mikið að undanförnu, segir Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslendinga í Frakklandi. Vísir náði tali af henni í sendiráðsbústaðnum í París fyrir helgi. „Það hafa verið þrjár kynningar á íslenskum mat hérna á mjög stuttum tíma," segir Berglind í samtali við Vísi. Hún bendir á að formaður heimssamtaka kokka sé Íslendingur, Gissur Guðmundsson, og hann hafi aðstöðu í sendiráðinu í París. „Í gegnum hann höfum við náð inn í þekkta matreiðsluskóla eins og Le Cordon Bleu og það er alveg ljóst að það sem hann er að gera vekur mikinn áhuga á íslenskri matarmenningu," segir Berglind. Berglind bendir á að hingað til hafi Íslendingar alltaf talað um að þeir hefðu úrvals hráefni. „Að við séum með stórkostlega fisk og lambakjöt, en matreiðslan og ímynd skiptir miklu máli," segir Berglind. Frakkar séu í auknu mæli farnir að tileinka sér íslenska matargerð í heild sinni.
Matur Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira