Markaðir í Evrópu opnuðu í morgun með rauðum tölum og fylgdu þar með í fótspor Asíumarkaða í nótt.
Dax vísitalan í Frankfurt hefur lækkað um 1,2% í morgun og er þar með komin undir 6.000 stiga markið og hefur ekki verið lægri síðan í janúar. Cac 40 vísitalan í París hefur lækkað um 0,6% og í kauphöllinni í Kaupmannahöfn lækkaði C20 vísitalan um 0,7%.
Kauphöllin í London er lokuð í dag vegna krýningarafmælis Elísabetar Bretadrottningar.
Spænska vísitalan lækkaði um rúmt prósent þrátt fyrir að tölur sem birtar voru í morgun sýni að atvinnuleysi fari minnkandi á Spáni.
Evrópumarkaðir opna með rauðum tölum
