Forsetinn í flokksbundinni pólitík Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 4. júní 2012 20:00 Ólafur Ragnar Grímsson er að bjóða upp á alveg nýja tegund af forseta, að mati álitsgjafa fréttastofu í kosningabaráttunni. Eftir að Andrea Ólafsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson og Hannes Bjarnason gengu út úr beinni útsendingu í fyrstu sjónvarpskappræðum kosningabaráttunnar, til að mótmæla fyrirkomulagi þeirra, stóðu þrír frambjóðendur eftir. Þau Herdís Þorgeirsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir. Segja má að átakalínan í þessari kosningabaráttu sé spurningin um hversu virkan þátt forseti eigi að taka í deilumálum samtímans. Eitt deilumálið, aðild að Evrópusambandinu, var rætt í gærkvöldi. Herdís og Þóra lýstu báðar efasemdum um inngöngu og Ólafur Ragnar lýsti sig andsnúinn aðild sem fyrr. Þóra og Ólafur voru hins vegar hjartanlega ósammála um hvort forseti Íslands ætti að lýsa yfir afstöðu sinni til samningsins þegar þar að kæmi. Herdís var tvístígandi, en taldi þó ekki úr vegi að forseti tjáði sig um þetta stórmál með yfirveguðum hætti. Ólafur telur fullkomlega eðlilegt að þjóðin fái að vita hvaða skoðun frambjóðendur og forseti hafi á þessu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði og álitsgjafi fréttastofu í kosningabaráttunni, segir nýtt að forseti eigi að blanda sér í pólitíska umræðu - með þeim hætti sem Ólafur hefur lýst. „Þetta er auðvitað ákveðið nýmæli að forsetar taki þátt í beinum opinberum umræðum um mikil ágreiningsmál." Hann bætir við, „og þá er eiginilega forsetaembættið á vissan hátt orðið nýtt, orðið breytt. Og það getur vel verið að það sé eitthvað sem fólk vill og það er greinilegt í skoðanakönnunum að Ólafur nýtur mikils fylgis." En með því sé forsetinn kominn inn í fjölmiðla- og bloggumræðu samtímans. „Þá er hann beinlínis farinn að hafa áhrif á gang mála eins og þau eru rædd á alþingi og í samfélaginu." Ólafur Ragnar hafi til dæmis í kosningabaráttunni markað sig í andstöðu við Samfylkinguna og tekið afstöðu gegn Evrópusambandinu. „Þar með er hann kominn inn í flokksbundna pólitíska umræðu og þá er forsetinn beinlínis orðinn pólitískur. Þá er hann augljóslega ekki á neinn hátt að reyna að vera sameiningartákn, hvort sem það er hægt eða ekki í okkar pólitíska heimi." Forsetakosningar 2012 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson er að bjóða upp á alveg nýja tegund af forseta, að mati álitsgjafa fréttastofu í kosningabaráttunni. Eftir að Andrea Ólafsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson og Hannes Bjarnason gengu út úr beinni útsendingu í fyrstu sjónvarpskappræðum kosningabaráttunnar, til að mótmæla fyrirkomulagi þeirra, stóðu þrír frambjóðendur eftir. Þau Herdís Þorgeirsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir. Segja má að átakalínan í þessari kosningabaráttu sé spurningin um hversu virkan þátt forseti eigi að taka í deilumálum samtímans. Eitt deilumálið, aðild að Evrópusambandinu, var rætt í gærkvöldi. Herdís og Þóra lýstu báðar efasemdum um inngöngu og Ólafur Ragnar lýsti sig andsnúinn aðild sem fyrr. Þóra og Ólafur voru hins vegar hjartanlega ósammála um hvort forseti Íslands ætti að lýsa yfir afstöðu sinni til samningsins þegar þar að kæmi. Herdís var tvístígandi, en taldi þó ekki úr vegi að forseti tjáði sig um þetta stórmál með yfirveguðum hætti. Ólafur telur fullkomlega eðlilegt að þjóðin fái að vita hvaða skoðun frambjóðendur og forseti hafi á þessu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði og álitsgjafi fréttastofu í kosningabaráttunni, segir nýtt að forseti eigi að blanda sér í pólitíska umræðu - með þeim hætti sem Ólafur hefur lýst. „Þetta er auðvitað ákveðið nýmæli að forsetar taki þátt í beinum opinberum umræðum um mikil ágreiningsmál." Hann bætir við, „og þá er eiginilega forsetaembættið á vissan hátt orðið nýtt, orðið breytt. Og það getur vel verið að það sé eitthvað sem fólk vill og það er greinilegt í skoðanakönnunum að Ólafur nýtur mikils fylgis." En með því sé forsetinn kominn inn í fjölmiðla- og bloggumræðu samtímans. „Þá er hann beinlínis farinn að hafa áhrif á gang mála eins og þau eru rædd á alþingi og í samfélaginu." Ólafur Ragnar hafi til dæmis í kosningabaráttunni markað sig í andstöðu við Samfylkinguna og tekið afstöðu gegn Evrópusambandinu. „Þar með er hann kominn inn í flokksbundna pólitíska umræðu og þá er forsetinn beinlínis orðinn pólitískur. Þá er hann augljóslega ekki á neinn hátt að reyna að vera sameiningartákn, hvort sem það er hægt eða ekki í okkar pólitíska heimi."
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira