Vill gefa forsetaframbjóðendum frið Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. júní 2012 19:15 Í tæpa hálfa öld hefur Alþingi ávallt lokið störfum að minnsta kosti fjórum vikum fyrir forsetakosningar og stundum mun fyrr. Í dag eru hinsvegar tuttugu og fjórir dagar í forsetakjör og ekkert útlit fyrir að þingmenn komist að samkomulagi. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Framsóknarflokksins kvaddi sér hljóðs um störf þingsins í morgun og vakti athygli á því hve stutt sé til forsetakosninga. Þrátt að samkvæmt áætlun hafi staðið til að ljúka þingstörfum fyrir síðustu helgi er fátt sem bendir til þess eins og staðan er í dag að þingið ljúki störfum í bráð, enda mörg stór mál sem bíða afgreiðslu auk fjölda smærri mála. Gunnar segir að tíminn sé orðinn naumur. „Já mér finnst farið að þrengja heldur að. Það eru um það bil þrjár vikur þar til verður kosið og mér finnst eðlilegt að frambjóðendur fái tækifæri og frið fyrir þinginu til að kynna sín sjánarmið og það er óeðlilegt að þingið sé alveg ofan í kosningunum. Við verðum að sýna þessu embætti virðingu, í það minnsta að gefa þessum einstaklingum færi til að kynna sig og svo fólki færi á að meta það sem þau hafa fram að færa," segir hann. Hann bendir einnig á að í síðustu fimm forsetakosningum, frá árinu 1968, hafi þingi alltaf verið lokið að minnsta kosti fjórum vikum fyrir kjördag. Árið 1968 var tíminn raunar um tíu vikur, fimm vikur árið 1980, sjö vikur 1988 og þingi var lokuð um mánuði fyrir kjördag í tvö síðustu skiptin sem þjóðin kaus sér forseta, árið 1996 og 2004. „Ég held að menn hafi mjög fáa daga til að klára þetta. Ef ekki næst að klára þetta í einhverju samkomulagi held ég að forseti þingsins verði að höggva á hnútinn og ljúka hér þingstörfum. Það er ekki hægt að fara hér ofan í forsetakosningarnar mikið meira en nú er orðið, kannski þrjá, fjóra, fimm daga, í mesta lagi." Forsetakosningar 2012 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Sjá meira
Í tæpa hálfa öld hefur Alþingi ávallt lokið störfum að minnsta kosti fjórum vikum fyrir forsetakosningar og stundum mun fyrr. Í dag eru hinsvegar tuttugu og fjórir dagar í forsetakjör og ekkert útlit fyrir að þingmenn komist að samkomulagi. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Framsóknarflokksins kvaddi sér hljóðs um störf þingsins í morgun og vakti athygli á því hve stutt sé til forsetakosninga. Þrátt að samkvæmt áætlun hafi staðið til að ljúka þingstörfum fyrir síðustu helgi er fátt sem bendir til þess eins og staðan er í dag að þingið ljúki störfum í bráð, enda mörg stór mál sem bíða afgreiðslu auk fjölda smærri mála. Gunnar segir að tíminn sé orðinn naumur. „Já mér finnst farið að þrengja heldur að. Það eru um það bil þrjár vikur þar til verður kosið og mér finnst eðlilegt að frambjóðendur fái tækifæri og frið fyrir þinginu til að kynna sín sjánarmið og það er óeðlilegt að þingið sé alveg ofan í kosningunum. Við verðum að sýna þessu embætti virðingu, í það minnsta að gefa þessum einstaklingum færi til að kynna sig og svo fólki færi á að meta það sem þau hafa fram að færa," segir hann. Hann bendir einnig á að í síðustu fimm forsetakosningum, frá árinu 1968, hafi þingi alltaf verið lokið að minnsta kosti fjórum vikum fyrir kjördag. Árið 1968 var tíminn raunar um tíu vikur, fimm vikur árið 1980, sjö vikur 1988 og þingi var lokuð um mánuði fyrir kjördag í tvö síðustu skiptin sem þjóðin kaus sér forseta, árið 1996 og 2004. „Ég held að menn hafi mjög fáa daga til að klára þetta. Ef ekki næst að klára þetta í einhverju samkomulagi held ég að forseti þingsins verði að höggva á hnútinn og ljúka hér þingstörfum. Það er ekki hægt að fara hér ofan í forsetakosningarnar mikið meira en nú er orðið, kannski þrjá, fjóra, fimm daga, í mesta lagi."
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Sjá meira