Kubica fer í enn eina aðgerðina Birgir Þór Harðarson skrifar 7. júní 2012 06:00 Kubica var tíður gestur á verðlaunapallinum í Formúlu 1 áður en hann lenti í slysinu hræðilega. Hér má sjá handlegginn fastan á kappann. nordicphotos/Afp Pólski ökuþórinn Robert Kubica hefur nú farið í enn eina aðgerðina vegna meiðslanna sem hann hlaut í rallýslysi í byrjun árs 2011. Kubica var fyrir slysið talinn vera einn efnilegast ökumaður í Formúlu 1. Hann hefur sigrað einn kappakstur. Það var í Kanada, þar sem keppt verður um komandi helgi, árið 2008 fyirr BMW Sauber liðið. Í aðgerðinn sem hann undirgekkst nú voru varahlutir settir í olnboga hans til að fullkomna hreyfigetu hans. Læknir hans segir að nú sé hann fullfær um að halda um stýrið. Í slysinu gekk vegriðsendi í gegnum miðjan rall-bíl Kubica og nánast bútaði handlegg hans frá búknum. Hægri löpp hans var einnig mjög löskuð eftir slysið. Kubica hefur undanfarið verið að æfa sig í kappaksturshermum en ekki getað snúið lófanum á hægri hönd niður. Hann hefur því neyðst til að sleppa stýrinu til að beygja til vinstri. Það mun taka hann mánuð hið minnsta að öðlast fulla hreyfigetu í höndinni. Rætt hefur verið um endurkomu hans í Formúlu 1 og reynt að tímasetja hana allt frá því að hann lenti í slysinu. Renault-liðið sem hann ók fyrir heitir nú Lotus, en þar á bæ segja menn að hann sé ávalt velkominn og sé hann eins góður og hann var á hann víst keppnissæti hjá liðinu. Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Pólski ökuþórinn Robert Kubica hefur nú farið í enn eina aðgerðina vegna meiðslanna sem hann hlaut í rallýslysi í byrjun árs 2011. Kubica var fyrir slysið talinn vera einn efnilegast ökumaður í Formúlu 1. Hann hefur sigrað einn kappakstur. Það var í Kanada, þar sem keppt verður um komandi helgi, árið 2008 fyirr BMW Sauber liðið. Í aðgerðinn sem hann undirgekkst nú voru varahlutir settir í olnboga hans til að fullkomna hreyfigetu hans. Læknir hans segir að nú sé hann fullfær um að halda um stýrið. Í slysinu gekk vegriðsendi í gegnum miðjan rall-bíl Kubica og nánast bútaði handlegg hans frá búknum. Hægri löpp hans var einnig mjög löskuð eftir slysið. Kubica hefur undanfarið verið að æfa sig í kappaksturshermum en ekki getað snúið lófanum á hægri hönd niður. Hann hefur því neyðst til að sleppa stýrinu til að beygja til vinstri. Það mun taka hann mánuð hið minnsta að öðlast fulla hreyfigetu í höndinni. Rætt hefur verið um endurkomu hans í Formúlu 1 og reynt að tímasetja hana allt frá því að hann lenti í slysinu. Renault-liðið sem hann ók fyrir heitir nú Lotus, en þar á bæ segja menn að hann sé ávalt velkominn og sé hann eins góður og hann var á hann víst keppnissæti hjá liðinu.
Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira