Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir fékk silfurverðlaun í bekkpressu í -72 kg flokki á Evrópumóti unglinga í kraftflytingum en keppt er í Herning í Danmörku.
Guðrún Gróa lyfti 105 kg, 110 kg og 112,5 kg sem skilaði henni silfurverðlaunum. Um leið setti hún Íslandsmet í þyngdarflokkinum. Guðrún Gróa setti líka Íslandsmet unglinga í samanlögðum árangri með 432,5 kg. Það skilaði henni í fimmta sæti.
Guðrún Gróa er systir Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur fjölþrautarkonu. Hún hefur einbeitt sér að keppni í kraftlyftingum frá síðasta sumar þegar hún lagði körfuboltaskóna á hilluna.
Guðrún Gróa fékk silfur á EM
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
